Fréttir & tilkynningar

Gerðarsafn og Salurinn eru á meðal menningarhúsa Kópavogsbæjar.

Vetrarfríið í menningarhúsum Kópavogs

Dagana 25.-26. febrúar verður vetrarfrí í skólum í Kópavogi. Í tilefni þess verður mikið um að vera í menningarhúsunum við Hamraborgina. Meðal þess sem boðið er upp á er ljósmyndanámskeið í Gerðarsafni, kvikmyndasýningar í Bókasafni Kópavogs, tónleikrit í Salnum og fuglasýning í Náttúrfræðistofu Kópavogs.
Logo Kópavogs

Húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogs

Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þriðjudaginn 23. febrúar lagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs fram tillögu fyrir hönd meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að farið verði í breytingar á húsnæði bæjarskrifstofa Kópavogs sem rúmast innan gerðar fjárhagsáætlunar. Tillagan var samþykkt með 9 atkvæðum af 11 í bæjarstjórn Kópavogs.
Kópavogsdalur að sumarlagi.

Kópavogsbúar ánægðir með bæinn

87% Kópavogsbúa eru ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á að því er fram kemur í könnun Gallup á þjónustu 19 stærstu sveitarfélaga landsins.
Ormadagar hafa verið haldnir hátíðlegir í nokkur ár, hér er mynd frá árinu 2014.

Ormadagar verða í apríl

Ormadagar, barnamenningarhátíð fyrir leikskólabörn í Kópavogi, eru á næsta leiti en þeir fara fram í menningarhúsum Kópavogsbæjar dagana 18. til 24. apríl. Tónlistarskóli Kópavogs tekur einnig þátt í hátíðinni.
Krakkar fylgjast áhugasöm með Einari einstaka á safnanótt í Bókasafni Kópavogs.

Fjölmenn og vel heppnuð Vetrarhátíð

Vetrarhátíð í Kópavogi sem haldin var liðna helgi tókst vel til. Nær tvöþúsund manns sóttu Safnanótt í Kópavogi og um þúsund gestir mættu í sundlaugar Kópavogs á Sundlauganótt.
Skrautlýsing á Fífuhvammsvegi hlaut lýsingarverðlaun Ljóstæknifélags Íslands.

Skrautlýsing í Kópavogi verðlaunuð

Skrautlýsing á Fífuhvammsvegi milli Smáratorgs og Smáralindar hlaut Íslensku lýsingarverðlaunin árið 2015.
Frá íbúafundi í Salnum um húsnæði stjórnsýslu Kópavogs.

Húsnæðismál stjórnsýslunnar á dagskrá

Húsnæði stjórnsýslu Kópavogsbæjar er á dagskrá bæjarstjórnarfundar í dag, 9. febrúar. Afgreiðslu málsins var frestað í desember síðastliðnum. Þá samþykkti bæjastjórn að leggja tillögur starfshóps um húsnæði stjórnsýslunnar fyrir rýnihóp íbúa og kynna tillögurnar á íbúafundi. Vinna rýnihóps fór fram í janúar og þriðjudaginn 2. febrúar var haldinn íbúafundur í Salnum í Kópavogi.
Tillögur í hugmyndasamkeppni um Kársnes kynntar á fundi í Gerðarsafni.

Framsæknar tillögur um Kársnes

Sundlaug og sjósundsaðstaða í Fossvoginum miðjum, flotbrú milli sveitarfélaga, söfn, yfirbyggður almenningsgarður og lífleg blöndun byggðar eru meðal þess sem lagt er til í tillögum í alþjóðlegri hugmyndasamkeppni um Kársnes, „Kársnes – sjálfbær líftaug.“
Fjör á safnanótt í Bókasafni Kópavogs.

Söfn og sund á Vetrarhátíð í Kópavogi

Boðið er upp á fjölda viðburða í menningarhúsum og sundlaugum Kópavogsvog næstu helgi þegar safna- og sundlaugarnótt fara fram. Safnanótt hefst klukkan sjö föstudaginn 5. febrúar og lýkur á miðnætti. Sundlauganótt er laugardaginn 6. febrúar. Þá er frítt inn frá 16 til miðnættis í báðar sundlaugar Kópavogs og dagskrá í báðum laugum.