Fréttir & tilkynningar

Skjaldarmerki Kópavogsbær

Íbúafundur um bæjarskrifstofur

Haldinn verður íbúafundur um húsnæði stjórnsýslu Kópavogs þriðjudaginn 2. febrúar í Salnum í Kópavogi. Þar verða kynntar tillögur sem starfshópur um húsnæði stjórnsýslunnar lagði til að bæjarstjórn Kópavogs tæki afstöðu til.
Tvær sýrlenskar fjölskyldur komu í Kópavog 19. janúar, fyrstu flóttamenn sem setjast að í Kópavogi.

Tvær sýrlenskar fjölskyldur í Kópavog

Tvær sex manna fjölskyldur frá Sýrlandi er fluttar í Kópavog. Von er á þriðju fjölskyldunni til viðbótar en fjölskyldurnar eru fyrstu flóttamenn sem setjast að í Kópavogi. Alls komu 35 flóttamenn til landsins þriðjudaginn 19. janúar. Í Kópavogi hefur verið unnið undirbúningi komu fjölskyldnanna í bæinn frá því í haust þegar ljóst varð að ríkisstjórnin þekktist boð bæjarins um móttöku flóttamanna.
Þóra Júlía Gunnarsdóttir sem gegndi starfi Kópahvols í 30 ár og Linda Hrönn Þórisdóttir sem tók við…

Nýr leikskólastjóri á Kópahvoli

Þóra Júlía Gunnarsdóttir sem gegnt hefur starfi leikskólastjóra Kópahvols í 30 ár lét af störfum í janúar en hún hefur unnið í leikskólum Kópavogs í 34 ár eða frá því hún lauk námi. Við hennar starfi tekur Linda Hrönn Þórisdóttir, en hún hefur víðtæka reynslu af starfi í leikskóla sem og stjórnunarstörfum.
Karen E. Halldórsdóttir formaður lista- og menningarráðs, Dagur Hjartarson handhafi Ljóðstafs Jóns …

Dagur Hjartarson fær Ljóðstaf Jóns úr Vör

Dagur Hjartarson skáld hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör í ár fyrir ljóð sitt Haustlægð. Úrslitin í ljóðasamkeppninni voru kynnt við hátíðlega athöfn í Salnum 21. janúar, á fæðingardegi Jóns úr Vör. Um 300 ljóð bárust í ljóðasamkeppnina sem var nú haldin í fimmtánda sinn. Í dómnefnd voru Anton Helgi Jónsson skáld, Ásdís Óladóttir skáld og Bjarni Bjarnason rithöfundur.
Starfsfólk Kópavogsbæjar heiðrað fyrir að hafa náð 25 ára starfsaldursafmæli 2015. F.v. Aldís Sigur…

Átta heiðraðir fyrir 25 ára starf

Átta starfsmenn Kópavogsbæjar sem áttu 25 ára starfsaldursafmæli á síðasta ári voru heiðraðir fyrir störf sín við hátíðlega viðhöfn í bæjarstjórnarsal Kópavogs. Bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, flutti ávarp og þakkaði þeim farsæl störf hjá bænum. Þá afhenti bæjarstjóri þeim úr með áletruðum upphafsstöfum.
Andlit Jóns úr Vör prýðir húsgafl í Auðbrekku í Kópavogi.

Dagar ljóðsins í Kópavogi

Ljóðahátíð menningarhúsa Kópavogs hefst 16. janúar með ljóðasmiðju fyrir börn á aldrinum 9 til 12 ára í Bókasafni Kópavogs. Hápunktur hátíðarinnar fer fram í Salnum 21. janúar, á fæðingardegi Kópavogsskáldsins Jóns úr Vör, en þá verða kynnt úrslit í ljóðasamkeppni Ljóðstafs Jóns úr Vör og Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs.
Horft í norður yfir Auðbrekkusvæði.

Uppbygging Auðbrekkusvæðis hefst

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma rammasamkomulag við fasteignafélagið Lund um uppbyggingu Auðbrekkusvæðisins á fundi bæjarstjórnar í dag, þriðjudaginn 12. janúar. Með samkomulaginu er tryggt að áherslur sem fram komu í skýrslu þverpólitískrar húsnæðisnefndar nái fram að ganga á svæðinu.
Íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2015 á íþróttahátíð Kópavogs, frá vinstri: Ármann Kr…

Íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs

Fanndís Friðriksdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Ösp/Fjölni voru kjörin íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs fyrir árið 2015. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Íþróttahúsi Smárans 11. janúar.
Kvígan Lukka og nýbýlið Lundur á sjötta áratugnum. Lundur stóð neðan Nýbýlavegar, þar er í dag fjöl…

Myndavefur Kópavogs opnar

Myndavefur Kópavogs hefur verið opnaður. Á honum er að finna gamlar myndir og myndskeið úr Kópavogi sem sýna bæinn á ýmsum tímum.