
30.01.2025
Sjötíu ára Kópavogsbúum boðið til veislu
Bæjarstjóri Kópavogs bauð íbúum Kópavogs sem verða sjötugir árið 2025 í boð í tilefni afmælisins. Íbúarnir eru þannig jafngamlir Kópavogsbæ sem fagnar sjötugsafmæli kaupstaðaréttinda 11.maí næstkomandi.