Bæjarstjóri Kópavogs bauð íbúum Kópavogs sem verða sjötugir árið 2025 í boð í tilefni afmælisins. Íbúarnir eru þannig jafngamlir Kópavogsbæ sem fagnar sjötugsafmæli kaupstaðaréttinda 11.maí næstkomandi.
Kópavogsbær hefur frá árinu 2024 tekið þátt í nýju alþjóðlegu samstarfsverkefni Evrópusambandsins, ESB, á milli sveitarfélaga á Norðurslóðum sem kallast AURC, en það stendur fyrir „Arctic Urban-Regional Cooperation". Verkefnið snýst um sjálfbærniþróun og nýsköpun á Norðurslóðum.
Kópavogsbær fagnar 70 ára afmæli 11.maí næstkomandi. Af því tilefni hefur tekið til starfa afmælisnefnd sem í sitja Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, formaður nefndarinnar, Orri V. Hlöðversson, Elísabet B. Sveinsdóttir, Björg Baldursdóttir, Sigurbjörg E. Egilsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Helga Jóndóttir og Bergljót Kristinsdóttir.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lóðir í Vatnsendahvarfi. Af því tilefni verður kynningarfundur um útboðskerfi Kópavogs, Tendsign, í Bókasafni Kópavogs fimmtudaginn 30.janúar.