Fréttir & tilkynningar

Úr vinnslutillögunni. Mynd: Alta.

Opið hús um skipulag á vestanverðu Kársnesi

Opið hús vegna forkynningar á rammahluta aðalskipulags á vestanverðu Kársnesinu verður í Safnaðarheimilinu Hábraut1A í febrúar.
Á þriðja hundrað mættu í boð bæjarstjóra sem ávarpaði gesti.

Sjötíu ára Kópavogsbúum boðið til veislu

Bæjarstjóri Kópavogs bauð íbúum Kópavogs sem verða sjötugir árið 2025 í boð í tilefni afmælisins. Íbúarnir eru þannig jafngamlir Kópavogsbæ sem fagnar sjötugsafmæli kaupstaðaréttinda 11.maí næstkomandi.
Samstarfinu var hleypt formlega af stokkunum í Tromsø í janúar 2024 en þar er myndin tekin.

Alþjóðlegt samstarf sveitarfélaga á Norðurslóðum

Kópavogsbær hefur frá árinu 2024 tekið þátt í nýju alþjóðlegu samstarfsverkefni Evrópusambandsins, ESB, á milli sveitarfélaga á Norðurslóðum sem kallast AURC, en það stendur fyrir „Arctic Urban-Regional Cooperation". Verkefnið snýst um sjálfbærniþróun og nýsköpun á Norðurslóðum.
Forsætisnefnd við veggmynd sem sýnir siðareglurnar og er í bæjarstjórnarsal Kópavogs, Hábraut 2. Fr…

Nýjar siðarreglur bæjarfulltrúa

Nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa í Kópavogi voru samþykktar í bæjarstjórn Kópavogs 28.janúar.
Vetur í Kópavogi.

Kópavogur sjötíu ára 2025

Kópavogsbær fagnar 70 ára afmæli 11.maí næstkomandi. Af því tilefni hefur tekið til starfa afmælisnefnd sem í sitja Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, formaður nefndarinnar, Orri V. Hlöðversson, Elísabet B. Sveinsdóttir, Björg Baldursdóttir, Sigurbjörg E. Egilsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Helga Jóndóttir og Bergljót Kristinsdóttir.
Vatnsendahvarf er nýtt hverfi í Kópavogi.

Útboðskerfi kynnt vegna lóða í Vatnsendahvarfi

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lóðir í Vatnsendahvarfi. Af því tilefni verður kynningarfundur um útboðskerfi Kópavogs, Tendsign, í Bókasafni Kópavogs fimmtudaginn 30.janúar.
Kópavogur

Fasteignagjöld 2025

Gjalddagar verða 10, fyrsti gjalddagi 1. febrúar, síðan 1. hvers mánaðar (mars - nóvember).
Á myndinni eru frá vinstri: Hildur María Friðriksdóttir, Lísa Z. Valdimarsdótti Bókasafni Kópavogs,…

Afhentu viðurkenningu og styrk jafnréttis- og mannréttindaráðs

Sveinn Sampsted og Dansdeild HK hlutu viðurkenningu Jafnréttis- og mannréttindaráðs og verkefni Bókasafns Kópavogs, Get together, hlaut styrk ráðsins.
Starfsfólk sem unnið hafði í 25 ár hjá Kópavogsbæ árið 2024 ásamt bæjarstjóra Kópavogs.

Heiðruð fyrir 25 ára starf hjá Kópavogsbæ

Starfsfólk sem unnið hefur 25 ár hjá Kópavogsbæ var heiðrað við hátíðlega viðhöfn í Salnum miðvikudaginn 22.janúar.
Dvalartími barna á leikskólum í Kópavogi hefur styst verulega.

Engir lokunardagar í leikskólum í Kópavogi

Aldrei hefur þurft að loka deildum í leikskólum í Kópavogi það sem af er skólaári, og raunar ekki frá hausti 2023 þegar Kópavogsmódelið var innleitt.