Fréttir & tilkynningar


Dregur úr kynbundnum launamun

Kynbundinn munur á heildarlaunum hjá Kópavogsbæ er 3,25% körlum í vil, samkvæmt viðamikilli rannsókna sem gerð hefur verið fyrir bæinn.

Trjágróður innan lóðarmarka

Garðyrkjudeild Kópavogsbæjar hefur sent á fimmta hundrað bréf til lóðarhafa í Kópavogi og hvatt þá til að halda vexti trjáa og runna innan lóðarmarka.

Mjög mikil ánægja með íþróttaaðstöðu í bænum

Aðstaða til íþróttaiðkunar stendur upp úr þegar Kópavogsbúar eru beðnir um að gefa álit sitt á þjónustu bæjarins.

Örvi starfsþjálfun 30 ára

Starfsemi starfsþjálfunarinnar Örva verður 30 ára í dag, 24. febrúar. Kópavogsbær tók yfir starfsemina þegar málefni fatlaðs fólks færðust yfir til sveitarfélaga í janúar 2011.

Últíma-húsið rifið

Unnið er að því þessa dagana að rífa niður Últíma-húsið, svonefnda, að Skeljabrekku 4 en húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu undanfarin ár.

Justin Timberlake í Kórnum

Justin Timberlake verður með tónleika í Kórnum í Kópavogi 24. ágúst nk. Tónleikahaldarar leigja Kórinn af Kópavogsbæ og hafa starfsmenn bæjarins komið að undirbúningnum m.a. til að tryggja öryggi húsnæðis og umferðar á tónleikadegi.
Skólahljómsveit Kópavogs

Skólahljómsveitin undirbýr vortónleika

Krakkarnir í Skólahljómsveit Kópavogs keppast nú við að undirbúa vortónleikana sína sem verða sunnudaginn 9. mars, kl. 14, í Háskólabíói.

Gefa fyrirtækjum leikskólamyndir

Leikskólabörn á Læk, sem er efsta deildin í Álfatúni, skelltu sér í strætóferð á dögunum ásamt kennurum sínum og sóttu heim fyrirtæki í Hamraborginni.

Gríðarlega góð aðsókn að Safnanótt

Aðsóknarmet var slegið á Safnanótt í Kópavogi sl. föstudag enda var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg.

Kópavogsvöllur eingöngu heimaleikvangur Breiðabliks

Breiðablik tekur yfir rekstur íþróttamannvirkja við Kópavogsvöll samkvæmt samningi sem Kópavogsbær og Breiðablik hafa gert með sér.