Fréttir & tilkynningar

Bæjarskrifstofur Kópavogs

Dregur úr kynbundnum launamun

Kynbundinn munur á heildarlaunum hjá Kópavogsbæ er 3,25% körlum í vil, samkvæmt viðamikilli rannsókna sem gerð hefur verið fyrir bæinn.
Trjágróður stendur út fyrir lóðamörk

Trjágróður innan lóðarmarka

Garðyrkjudeild Kópavogsbæjar hefur sent á fimmta hundrað bréf til lóðarhafa í Kópavogi og hvatt þá til að halda vexti trjáa og runna innan lóðarmarka.
Fannborg 2

Mjög mikil ánægja með íþróttaaðstöðu í bænum

Aðstaða til íþróttaiðkunar stendur upp úr þegar Kópavogsbúar eru beðnir um að gefa álit sitt á þjónustu bæjarins.
Starfsmenn og skjólstæðingar Örva ásamt Jóni Jónssyni

Örvi starfsþjálfun 30 ára

Starfsemi starfsþjálfunarinnar Örva verður 30 ára í dag, 24. febrúar. Kópavogsbær tók yfir starfsemina þegar málefni fatlaðs fólks færðust yfir til sveitarfélaga í janúar 2011.
Skeljabrekku 4 er rifin niður en húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu undanfarin ár.

Últíma-húsið rifið

Unnið er að því þessa dagana að rífa niður Últíma-húsið, svonefnda, að Skeljabrekku 4 en húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu undanfarin ár.
Justin Timberlake í Kórnum

Justin Timberlake í Kórnum

Justin Timberlake verður með tónleika í Kórnum í Kópavogi 24. ágúst nk. Tónleikahaldarar leigja Kórinn af Kópavogsbæ og hafa starfsmenn bæjarins komið að undirbúningnum m.a. til að tryggja öryggi húsnæðis og umferðar á tónleikadegi.
Skólahljómsveit Kópavogs

Skólahljómsveitin undirbýr vortónleika

Krakkarnir í Skólahljómsveit Kópavogs keppast nú við að undirbúa vortónleikana sína sem verða sunnudaginn 9. mars, kl. 14, í Háskólabíói.
Leikskólabörn í Kópavogi

Gefa fyrirtækjum leikskólamyndir

Leikskólabörn á Læk, sem er efsta deildin í Álfatúni, skelltu sér í strætóferð á dögunum ásamt kennurum sínum og sóttu heim fyrirtæki í Hamraborginni.
Börnin hlýða á sögur

Gríðarlega góð aðsókn að Safnanótt

Aðsóknarmet var slegið á Safnanótt í Kópavogi sl. föstudag enda var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg.
Heimaleikvangur Breiðabliks

Kópavogsvöllur eingöngu heimaleikvangur Breiðabliks

Breiðablik tekur yfir rekstur íþróttamannvirkja við Kópavogsvöll samkvæmt samningi sem Kópavogsbær og Breiðablik hafa gert með sér.