Fréttir & tilkynningar

Fegrum Kópavog saman logo

Vel heppnuð vorhreinsun á bæjarlandi

Um 350 bæjarbúar á öllum aldri tóku þátt í sameiginlegri vorhreinsun Kópavogsbæjar og íbúa bæjarins sem fram fór 16. apríl, 18. og 19. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til hreinsunarátaks á bæjarlandi og var lögð áhersla á skólalóðirnar og næsta nágrenni. Boðið var upp á pylsur og drykki fyrir þá sem tóku þátt og ríkti almenn ánægja með framtakið.
Frá Ormadögum í Kópavogi 2016

Fjölsóttir Ormadagar

Fjölmargir gerðu sér ferð í menningarhúsin í Kópavogi á sumardaginn fyrsta. Þá var bryddað upp á þeirri nýbreytni að vera með opið hús og bjóða fjölbreytta dagskrá fyrir yngstu kynslóðina. Dagskráin er hluti af barnamenningarhátíð sem fram fer þessa dagana á höfuðborgarsvæðinu og hluti af Ormadögum, barnamenningarhátíð Kópavogs.
Logo Kópavogs

Jákvæð afkoma hjá Kópavogsbæ 2015

Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar nam 161 milljón króna árið 2015. Þá lækkaði skuldahlutfall bæjarins í 162,5% á árinu, sem er ívið meiri lækkun en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Niðurstaðan er góð í ljósi mikilla launahækkana og stóraukins framlags til lífeyrisskuldbindinga í kjölfar kjarasamninga síðasta árs.
Endurbætt húsnæði við Marbakkabraut vígt. Frá vinstri: María Halldórsdóttir, Guðlaug Ósk Gísladótti…

Endurbætt og nýtt húsnæði fyrir fatlað fólk

Marbakkabraut í Kópavogi, heimili fyrir fimm fatlaða einstaklinga, var tekið í notkun nýverið eftir gagngerar endurbætur.
Fjör á Ormadögum í Kópavogi.

Sumardagurinn fyrsti í Kópavogi

Mikið er um að vera í Kópavogi sumardaginn fyrsta. Eins og venja er stendur skátafélagið Kóparnir fyrir dagskrá. Hún hefst með skrúðgöngu frá Digraneskirkju klukkan 13.30 í Fífuna, skátarnir og Skólahljómsveit Kópavogs leiða gönguna.
Frá uppsetningu útskriftarsýningu LHÍ í Gerðarsafni 2016.

Útskriftarnemar LHÍ sýna í Kópavogi

Útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands verður opnuð í Gerðarsafni laugardaginn 16. apríl. Þá fara tíu útskriftartónleikar nema úr tónlistardeild LH fram í Salnum. Viðburðirnir eru liður í útskriftarhátíð LHÍ sem líkt og undanfarin ár fer fram í menningarhúsum Kópavogs. Ókeypis er inn á alla þessa viðburði og eru allir velkomnir.
Fegrum Kópavog saman logo

Vorhreinsun í Kópavogi

Íbúar í Kópavogi eru hvattir til að leggja Kópavogsbæ lið í vorhreinsun á bæjarlandi sem skipulögð er við lóðir grunnskólanna í bænum laugardaginn 16. apríl, mánudaginn 18. apríl og þriðjudaginn 19. apríl.
Sigurjón Emil, Ísak Dan, Audrius og Runólfur Bjarki í Vinnuskólanum í Kópavogi sumarið 2014.

Vinnuskólinn opnar fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Kópavogs. Allir unglingar sem búsettir eru í Kópavogi og verða fjórtán til sautján ára á árinu fá vinnu í Vinnuskólanum. Boðið er upp á þá nýbreytni að þessu sinni, til hagræðingar fyrir nemendur, að allir geta valið sér vinnutímabil. Umsóknarfrestur er til 5. maí.
Styrkþegar menningarstyrkja Kópavogs 2016 ásamt lista- og menningarráði.

Menningarstyrkir Kópavogs afhentir

Menningarstyrkir í Kópavogi voru afhentir við hátíðlega athöfn í Salnum 6. apríl. Alls fimmtán aðilar, einstaklingar, hópar, hátíðir og samtök fá styrk úr lista- og menningarsjóði í ár.
Landnemar í Kópavogi, rit Sögurfélags og Héraðsskjalasafns Kópavogs.

Landnemar í Kópavogi

Bræðurnir Finnjón og Sveinn Mósessynir og frumbýlingsár þeirra í Kópavogi er umfjöllunarefni ritsins Landnemar í Kópavogi eftir Leif Reynisson sagnfræðing. Ritið er fjórða í ritröð Sögufélags Kópavogs og Héraðsskjalasafns Kópavogs.