Fréttir & tilkynningar

Óperuganga fyrir börn á fjölskyldustund.

Fjölskyldustund með óperuívafi

Laugardaginn 4. júní kl. 13.30 verður síðasta fjölskyldustund þessa vetrar í menningarhúsum Kópavogs á dagskrá. Að þessu sinni verður fjölskyldum boðið í gönguferð sem hefst fyrir utan Gerðarsafn.
Hér mun byggðin rísa

Uppbygging í Smáranum

Kópavogsbær, Smárabyggð ehf. og Reginn fasteignafélag hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu í Smáranum, nýju hverfi sunnan Smáralindar. Markmið samkomulagsins er að styrkja svæðið sem öflugt, vistvænt og eftirsóknarvert íbúðar- og verslunarsvæði í miðju höfuðborgarsvæðisins og að nýta núverandi innviði bæjarfélagsins betur.
Skólabörn í Kópavogi hjóla í hjólalest í evrópskri samgönguviku síðastliðið haust.

Stígakerfi verði flokkað

Á málþingi um göngu- og hjólastíg sem haldið var í Salnum í Kópavogi var ákveðið að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, myndu leiða vinnuhóp sem myndi leggja fram tillögur að flokkun, útfærslu, þjónustu og umgjörð stígakerfisins í samstarfi við fulltrúa Vegagerðarinnar, Samgöngustofu og Skipulagsstofnunar. Málþingið var haldið að frumkvæði Kópavogsbæjar i samvinnu við SSH og Samgöngustofu.
Okkar Kópavogur - Taktu þátt!

Okkar Kópavogur: Kosning hafin

Kosning er hafi í verkefninu Okkar Kópavogur. Alls eru 100 hugmyndir í kosningu, 20 í hverju hverfi. Kosningin er rafræn og geta íbúar Kópavogs tekið þátt. Hugmyndirnar eru af mjög fjölbreyttum toga og kosta frá einni milljón til tuttugu milljóna í framkvæmd. Hverfunum hefur verið ráðstafað fé í hlutfalli við fjölda íbúa en alls verður 200 milljónum varið til framkvæmda verkefnanna.
Fótboltaópera á Óperudögum í Kópavogi.

Fótboltaópera í tilefni EM í fótbolta

Óperudagar í Kópavogi verða settir laugardaginn 28. maí með fjölskyldustund í Salnum.
Ágúst Ágústsson og Guðmundur Ágúst Pétursson frá Reebok fitness, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kó…

Líkamsrækt í sundlaugum Kópavogs

Kópavogsbær og Reebok Fitness undirrituðu í dag samning um rekstur líkamsræktarstöðva í sundlaugum Kópavogs, Salalaug og Sundlaug Kópavogs. Samningurinn er til fimm ára með möguleika á þriggja ára framlengingu.
Yndisgarður í Kópavogi

Fræðsludagur í trjásafninu í Meltungu

Laugardaginn 28. maí verður haldinn árlegur fræðsludagur í trjásafninu í Meltungu í Fossvogsdal frá 13.00 til 16.00.
Fótboltaópera á Óperudögum í Kópavogi.

Tónlist og fótbolti á fjölskyldustund

Laugardaginn 28. maí verður fjölskyldustund í Salnum sem er sérlega áhugaverð fyrir fjölskyldur sem elska tónlist…og fótbolta! Dagskráin hefst stundvíslega kl. 13 með frumflutningi á FótboltaÓperunni eftir Helga Rafn Ingvarsson.
Hjóladagur fjölskyldunnar í Kópavogi

Hjóladagur fjölskyldunnar í Kópavogi

Laugardaginn 21. maí frá 13-17 verður „Hjóladagur fjölskyldunnar“ haldinn við Menningarhús Kópavogs. Á útivistarsvæðinu við Menningarhúsin verður boðin ástandsskoðun á hjólum sem vert er að nýta sér nú þegar sumarið er framundan.
Okkar Kópavogur - Taktu þátt!

Okkar Kópavogur - taktu þátt

Okkar Kópavogur er nýtt verkefni hjá Kópavogsbæ sem hleypt er af stokkunum í dag.