Fréttir & tilkynningar

Sigurvegari í upplestrarkeppni 7. bekkjar 2015 var Aníta Daðadóttir, í öðru sæti var Björn Breki St…

Aníta vann upplestrarkeppnina

Aníta Daðadóttir, Salaskóla, bar sigur úr bítum í árlegri upplestrarkeppni sjöunda bekkjar í Kópavogi. Átján keppendur úr öllum níu grunnskólum Kópavogs tóku þátt í keppninni, sem fór fram í Salnum 25. mars síðastliðinn. Í öðru sæti var Björn Breki Steingrímsson, Salaskóla og í þriðja sæti var Bjartur Jörfi Ingvason, Snælandsskóla.
Hörðuvallaskóli

Samræmdu prófin í Kópavogi

Grunnskólar í Kópavogi voru yfir landsmeðaltali í öllum greinum í samræmdu prófunum sem þreytt voru síðastliðið haust. Þetta kemur fram í skýrslu um samræmd könnunarpróf 2014. Prófað var í þremur greinum í 10. bekk, íslensku, stærðfræði og ensku, og tveimur í sjöunda og fjórða bekk, íslensku og stærðfræði. Í öllum þessum greinum er Kópavogur yfir landsmeðaltalinu, sem er 30 á normaldreifðum kvarða.
Fannborg 2

Jákvæðar horfur í Kópavogi

Horfur í Kópavogi uppfærast úr stöðugum í jákvæðar í nýju lánshæfismati Reitunar (PDF skjal). Lánshæfi Kópavogs helst óbreytt en Reitun spáir hækkun á lánshæfismati í kjölfar ársuppgjörs bæjarfélagsins, ef ekkert óvænt kemur fram.
Stuttmyndir í Sundlaug Kópavogs í tengslum við RIFF, kvikmyndahátíð.

RIFF verður aftur í Kópavogi

RIFF kvikmyndahátíðin verður aftur í Kópavogi í haust en lista- og menningarráð bæjarins hefur ákveðið að styrkja hátíðina um 3,5 milljónir króna. Dagskráin í Kópavogi verður kynnt er nær dregur en sérviðburðir verða eins og í fyrra í menningarhúsum bæjarins. Stefnt er á að hafa viðburði meðal annars í Gerðarsafni, Salnum, Bókasafni Kópavogs og Molanum.
Afhending endurskoðaðra árganganámskrrár 2015. Á myndinni er nefndin sem vann að endurskoðuninni me…

Leikskólanámskrár endurskoðaðar

Árganganámskrár leikskólanna í Kópavogi hafa verið endurskoðaðar og var ný útgáfa námskránna kynnt leikskólastjórum bæjarins í vikunni. Við sama tækifæri afhenti nefndin sem vann að endurskoðuninni bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, eintak af námskránum. Árganganámskrárnar lýsa starfi árganganna í leikskólum bæjarins.
17. júní 2014,

Kópavogsbúum fjölgar mest

Kópavogsbúum fjölgaði um tæplega 900 á síðasta ári og voru 33.205 talsins í ársbyrjun 2015. Landsmönnum fjölgaði um 3.429 á síðasta ári og varð mesta fjölgunin í Kópavogi íbúaþróun er skoðuð eftir sveitarfélögum. Kópavogur er sem fyrr næststærsta sveitarfélag landsins en þar búa nú 10% landsmanna sem alls voru 329.100 þann 1. janúar 2015 samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar.
Áhugasamir nemendur á jafnréttisviku MK 2015.

Vel heppnuð jafnréttisvika

Jafnréttisvika MK var haldin í níunda sinn vikuna 2. Til 5. mars. Dagskrá jafnréttisvikunnar, sem styrkt er af jafnréttisráði Kópavogs, var fjölbreytt og vel sótt af nemendum og kennurum. Meðal þess sem boðið var upp á voru fyrirlestrar um ýmis mál sem tengjast jafnrétti, sýning heimildamynda en vikunni lauk með heimsókn uppistandara. Dagskráin fór fram í matsal MK og var bekkurinn þétt setinn á öllum viðburðum.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Endurskoðaðar siðareglur samþykktar

Siðareglur (PDF skjal) kjörinna fulltrúa í Kópavogsbæ hafa verið endurskoðaðar og breytingar samþykktar af bæjarstjórn. Endurskoðun reglanna var á hendi forsætisnefndar en þær voru samþykktar einróma á fundi bæjarstjórnar 27. janúar síðastliðinn. Reglurnar voru lagðar fram til undirritunar á fundi bæjarstjórnar 24. febrúar að fenginni staðfestingu innanríkisráðuneytisins.