Fréttir & tilkynningar

Brú yfir Fossvog er ætluð fyrir gangandi, hjólandi og umferð almenningsvagna yfir Fossvog.

Næstu skref að Fossvogsbrú

Fyrra þrep í framkvæmdaráætlun Fossvogsbrúar er hafið.
Ærslabelgur við Salalaug kom í gagnið árið 2020.

Ærslagangur um allan bæ

Ærslabelgjum fjölgar óðum í Kópavogi en í lok sumars verða öll hverfi í bænum komin með einn slíkan.
Breytingar á samkomutakmörkunum gilda 25. júlí til 13. ágúst.

Samkomutakmarkanir frá og með 25. júlí

Þessar samkomutakmarkanir vegna COVID-19 eru hugsaðar til skamms tíma á meðan verið er að ná tökum á mikilli fjölgun smita síðustu daga.
Atriðunum var dreift á milli hæða svo allir kæmust fyrir enda margir forvitnir um starfið.

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa vel sótt

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa var haldin í Molanum ungmennahúsi við Hábraut 2 fimmtudag 22. júlí.
Vinnuskóli Kópavogs hlaut alþjóðlega viðurkenningu Skóla á grænni grein í áttunda sinn.

Uppskeruhátíð Vinnuskólans umfangsmikil í ár

Uppskeruhátíð Vinnuskóla Kópavogs var haldin fimmtudaginn 15. júlí þar sem ungmenni í Vinnuskólanum komu saman og fögnuðu góðu starfi.
Þéttsetið var á samkomu Félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi bæði utan- og innandyra.

Árleg ferð í Guðmundarlund vekur lukku

Margt var um manninn í árlegri ferð eldri borgara í Guðmundarlund síðastliðinn fimmtudag 15. júlí.
Börnin fóru í ævintýraferð í Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Sumarfrístund í Hörðuheimum

Sumarfrístund í Hörðuvallaskóla er starfrækt í fyrsta skipti í sumar.
Hermannskógur er vestast í Fossvogssdal.

Bætt aðgengi að Hermannsskógi í Fossvogsdal

Aðgengi að Hermannsskógi hefur verið bætt til muna með nýjum göngu- og hjólastígum auk þess sem skógurinn hefur verið grisjaður og snyrtur, stórt tún tekið aftur í rækt og þá hefur mikil tiltekt verið á svæðinu.
Gervigrasvöllur við Stelluróló.

Malarvöllur lagður gervigrasi

Gervigras hefur verið lagt á malarvöll við gæsluvöllinn Holtsvöll, sem betur er þekktur sem Stelluróló.
Símamótið í Kópavogi.

Símamótið í Kópavogi

Yfir 3000 stelpur taka þátt í Símamótinu í fótbolta sem fram fer í Kópavogi 8.-11.júlí.