Fréttir & tilkynningar

Aðalsteinn Jónsson, Manuela Þrá, Ármann Kr. Ólafsson, Hlynur Breki og Ómar Stefánsson.

Nýr leikskóli í Austurkór vígður

Leikskólinn Austurkór var vígður með formlegum hætti fyrr í dag þar sem bæjarstjóri, varaformaður bæjarráðs og formaður leikskólanefndar klipptu á borða með hjálp leikskólabarna.

Kópavogur kemur vel út úr PISA

Nemendur í grunnskólum Kópavogs koma almennt vel út úr PISA rannsókn OECD og er staðan nú betri en árið 2009.
Leiksýningin

Frumsýning hjá Leikfélagi Kópavogs

Leikfélag Kópavogs frumsýnir Þrjár systur eftir Anton Tsjekhov í Leikhúsinu við Funalind í kvöld 31. janúar.
Salurinn nær og Gerðarsafn fjær

Safnanótt í Kópavogi 7. febrúar

Fjölbreytt dagskrá verður í safna- og menningarhúsum Kópavogs að kvöldi dagsins 7. febrúar.
Ármann Kr. bæjarstjóri og keppendir í söngkeppni félagsmiðstöðva

Tara Sóley kom, sá og sigraði

Tara Sóley Mobee frá félagsmiðstöðinni Pegasus kom, sá og sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðva Kópavogs sem fram fór í Salnum á dögunum. Tara Sóley flutti frumsamið lag „ With you“. Elín Ylfa Viðarsdóttir lék undir á víólu. Níu söngatriði kepptu um þrjú efstu sætin. Mikil spenna ríkti á söngkeppninni og ljóst að margt hæfileikaríkt ungt fólk býr í Kópavogi.
Verðlaun voru veitt við hátíðlega athöfn á ljóðahátíð Jóns úr Vör sem haldin var í Salnum fyrr í da…

Patrik Snær hreppti fyrsta sætið

Patrik snær Kristjánsson, nemandi í Hörðuvallaskóla, hreppti fyrsta sætið í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs fyrir ljóðið Næturhimininn.
Anton Helgi Jónsson handhafi ljóðstafsins ásamt Karen E. Halldórsdóttur, formanni lista- og menning…

Anton Helgi er þrettándi handhafi ljóðstafsins

Anton Helgi Jónsson skáld hlaut í dag Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt „Horfurnar um miðja vikuna“ í árlegri ljóðasamkeppni Kópavogsbæjar.
Barnatónleikar undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.

Auglýst eftir listviðburðum á Kópavogsdögum

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir listamönnum, hópum eða einstaklingum, til að vera með listviðburði á Kópavogsdögum, menningarhátíð Kópavogsbæjar. Að þessu sinni fara Kópavogsdagar fram 8. til 11. maí 2014 og verða þá haldnir í ellefta sinn. Umsóknarfrestur rennur út 14. febrúar.
Oddur Helgason ættfræðingur afhenti Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra nýverið forlát Íslandskort se…

Kort af landnámi Íslendinga

Oddur Helgason ættfræðingur afhenti Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra nýverið forlát Íslandskort sem sýnir landnámið. Oddur vill að Héraðsskjalasafn Kópavogs fái kortið til varðveiðslu.

Metár í aðsókn að Héraðsskjalasafni

Nýliðið ár 2013 var metár í aðsókn að Héraðsskjalasafni Kópavogs. Heimsóknum hefur fjölgað hratt síðan safnið flutti í nýtt húsnæði vorið 2012. Rúmlega 100% aukning varð milli 2011 og 2012, og 40% aukning varð á milli 2012 og 2013.