Fréttir & tilkynningar

Íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs 2014, Norma Dögg Róbertsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson.

Íþróttakona og íþróttakarl ársins kosin af íbúum

Kópavogsbúar geta nú í fyrsta sinn kosið um íþróttakonu og íþróttakarl ársins 2016.
Kópavogsbrenna í Kópavogsdal.

Áramótabrennur í Kópavogi

Tvær brennur eru í Kópavogi um áramótin, í Kópavogsdal og Gulaþingi.
Gleðileg jól

Jólakveðja

Í jólakveðju Kópavogsbæjar má sjá brot af viðburðum ársins. Gleðilega hátíð.
Líf og fjör í Sundlaug Kópavogs.

Sundlaugar um hátíðarnar

Opið er til hádegis á aðfangadag í sundlaugum Kópavogs. Í fyrsta sinn er opið á nýársdag í Kópavogslaug.
Frá Aðventuhátíð Kópavogs 2016.

Jólaopnun bæjarskrifstofa

Bæjarskrifstofur Kópavogs loka klukkan þrjú Þorláksmessu og opna klukkan 10.00 27. desember.
Birte Harksen ásamt leikskólastjóranum Sigrúnu Huldu Jónsdóttur, Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra …

Viðurkenningar jafnréttis- og mannréttindaráðs 2016

Birte Harksen og Stál-úlfur fá viðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs 2016.
Lið Kópavogs í Útsvari 2016. Frá vinstri: Katrín Júlíusdóttir, Gunnar Reynir Valþórsson og Skúli Þó…

Kópavogur í Útsvari

Kópavogur mætir Vestmannaeyjum í Útsvari á morgun, föstudaginn 9. desember. Lið Kópavogs skipa að þessu sinni þau Gunnar Reynir Valþórsson, Katrín Júlíusdóttir og Skúli Þór Jónasson. Katrín tekur nú þátt í keppninni í fyrsta sinn en Gunnar Reynir og Skúli skipuðu einnig liðið í fyrra. Þetta er í 10. sinn sem Kópavogur tekur þátt í Útsvari.
Mynd úr verðlaunatilllögunni Spot on Kársnes, sem var hlutskörpust í alþjóðlegri hugmyndasamkeppni …

Uppbygging á Kársnesi

Blönduð byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis, vistvænar samgöngur, verslun og þjónusta verða áhersluatriði í uppbyggingu vestasta hluta Kársness. Samhliða uppbyggingu verður reist brú fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna yfir Fossvog sem tengja mun svæðið við háskólasvæði Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og miðbæ Reykjavíkur.

Ferðaþjónusta fatlaðra

Nýr þjónustuaðili, Efstihóll, hefur tekið við ferðaþjónustu fatlaðra hjá Kópavogsbæ
Kársnes

Kynningarfundur á Kársnesi

Skipulagslýsingar fyrir þróunarsvæði á Kársnesi og brú yfir Fossvog verða kynntar á kynningarfundi Kópavogsbæjar, þriðjudaginn 29. nóvember. Fundurinn verður haldinn í Kársnesskóla við Kópavogsbraut og hefst klukkan 17.00.