Fréttir & tilkynningar

Aftari röð: Silja Ingólfsdóttir Rauða krossinum í Kópavogi, Ármann Kr. Ólafsson, David Lynch formað…

Félagasamtök fá jafnréttisviðurkenningu

Mæðrastyrksnefnd í Kópavogi og Rauði krossinn í Kópavogi hljóta viðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs árið 2015. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti viðurkenninguna í bæjarstjórnarsal Kópavogs.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Íbúar fjalli um bæjarskrifstofur

Bæjarstjórn samþykkti einróma á bæjarstjórnarfundi 15. desember að tillögur starfshóps um húsnæði bæjarskrifstofa Kópavogs verði lögð fyrir rýnihópa íbúa í byrjun næsta árs. Þá verði tillögur hópsins kynntar á íbúafundi þegar vinnu rýnihópa er lokið.
Menningarhúsin í Kópavogi.

Óperudagar í Kópavogi

Óperudagar í Kópavogi er ný óperuhátíð sem haldin verður dagana 1.-5. júní 2016 í Kópavogi. Hún er skipulögð af ungu tónlistarfólki í nánu samstarfi við Kópavogsbæ en markmiðið er að breyta Kópavogsbæ í óperusvið í nokkra daga og bjóða gestum og gangandi upp á fjölbreytta dagskrá á sem flestum stöðum.
Jólagleði við menningarhúsin í Kópavogi

Jólasmiðjur og tónleikar í menningarhúsum

Menningarhúsin í Kópavogi iða af lífi á aðventunni og eru ókeypis jólalistasmiðjur og tónleikar í Bókasafni Kópavogs og Gerðarsafni, listasafni Kópavogs.

Röskun verður á starfi grunnskóla vegna veðurs í dag þriðjudag

Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag þriðjudag.
mynd af snjómokstursbíl

Ráðstafanir vegna veðursins

Vegna óveðursins sem spáð er seinnipartinn hafa Almannavarnir lýst yfir óvissustigi um allt land. Veður verður slæmt á höfuðborgarsvæðinu.
Andlit Jóns úr Vör prýðir húsgafl í Auðbrekku í Kópavogi.

Vegleg verðlaun fyrir ljóðstaf Jóns úr Vör

Anton Helgi Jónsson skáld, Ásdís Óladóttir skáld og Bjarni Bjarnason rithöfundur skipa dómnefnd ljóðasamkeppni Ljóðstafs Jóns úr Vör sem efnt er til nú í fimmtánda sinn.
Tendrað var á vinabæjartréi við mikin fögnuð viðstaddra

Tendrað á vinabæjartréi Kópavogs

Mikið var um dýrðir í Kópavogi á aðventuhátíð Kópavogs. Tendrað var á vinabæjartréi frá Norrköping laugardaginn 28. nóvember og slegið upp jólaballi þar sem jólasveinar sýndu sig ungum og öldnum til mikillar gleði.
Skjaldarmerki Kópavogs

Fjárhagsáætlun 2016 samþykkt

Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2016 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar 24. nóvember. Í bókun bæjarstjórnar segir: “Fjárhagsáætlun Kópavogs er nú gerð í samvinnu allra bæjarfulltrúa.
Frá aðventuhátíð Kópavogs 2014

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin 28. og 29. nóvember með jóladagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin er að þessu sinni á nýjum stað, á túninu við menningarhúsin í Hamraborg í Kópavogi og verður einnig dagskrá í menningarhúsunum laugardag og sunnudag.