Stofnaðar hafa verið kröfur í heimabanka frá Kópavogsbæ vegna fasteignagjalda, leikskólagjalda og heimilisþjónustu í júlí hjá íbúum sem hafa nýtt boðgreiðslur kreditkorta.
Skapandi sumarstörf efndu til uppskeruhátíðar í ungmennahúsinu Molanum fimmtudaginn 27. júlí og gátu gestir skoðað afrakstur listhópanna frá 17 - 20. Í ár er 18. sumarið sem ungt listafólk starfar á vegum Kópavogsbæjar í skapandi verkefnum.
Fjölmargar hugmyndir voru settar fram í hugmyndasöfnun um nýja ásýnd og upplifun í hjarta Kópavogs. Hugmyndum var safnað rafrænt undir heitinu Menningarmiðja Kópavogs fyrir þrjú svæði, upplifunar og fræðslurými á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs, útisvæði við menningarhúsin og Hálsatorg.