- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Skýrsla um félagslegt leiguhúsnæði í Kópavogi var kynnt í bæjarráði 21. nóvember. Bæjarráð samþykkti að unnið yrði áfram að frekari greiningu einstakra þátta skýrslunnar.
Í skýrslunni er að finna tillögur samráðshóps um félagslegt húsnæðiskerfi í Kópavogi um endurskoðun á húsnæðiskerfinu. Lagt er til að umgjörð þess verði breytt og teknar verði upp sérstakar húsaleigubætur.
Í kjölfar kynningar í bæjarráði verðu unnið að frekari greiningu og þegar þeirri vinnu er lokið verður sú greining lögð fyrir bæjarráð og loks fyrir bæjarstjórn.
Hópurinn leggur til að tekið verði upp kerfi þar sem leiguverð byggir á föstu gjaldi á íbúð að viðbættu gjaldi í réttu hlutfalli við flatarmál íbúðar.
Til að koma á móts við tekjulægstu leigjendur verði framvegis greiddar sérstakar húsaleigubætur. Markmið samráðshóps er að leigugreiðslur verði aldrei hærri en sem nemur 25% af skattskyldum tekjum að jafnaði.
Í minnisblaði samráðshópsins kemur meðal annars fram að margir ólíkir leigusamningar eru í gildi við leigutaka og að ósamræmis gæti í verðlagningu milli íbúða.
Þá standi leigutekjur ekki undir rekstri og lánagreiðslum vegna íbúðanna og leiguverð sé langt undir því sem gerist á almennum markaði og nokkuð undir leiguverði á félagslegu húsnæði í Reykjavík. Jafnframt sé fjárhagslegum stuðningi dreift jafnt á leigjendur en ekki tekið tillit til tekna.
Að lokinni afgreiðslu bæjarstjórnar verða send bréf til leigjenda þar sem fyrirhuguð breyting verður kynnt en ekki liggur fyrir hvenær málið kemst aftur á dagskrá í bæjarráði og þaðan til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Lesa má skýrslu samráðshópsins hér að neðan. Athugið að efnislega hefur skýrslan ekki verið tekin til umræðu.