- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Metþátttaka var í hugmyndasöfnun í íbúalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur en henni lauk í vikunni. Alls söfnuðust 506 hugmyndir í Kópavogi í fimm hverfum: Kársnesi, Digranes, Smárahverfi, Fífuhvamm (Lindir og Salir) og Vatnsenda.
Einnig var mjög mikil þátttaka á vef verkefnisins, en með þátttöku er átt við þá sem komu inn á vefinn og fluttu rök með eða á móti hugmyndum, líkuðu við hugmyndir og svo framvegis. Alls voru tæplega 2.500 notendur að þessu sinni, sem er ríflega 70% aukning frá síðast en hugmyndum fjölgaði einnig um ríflega 70% frá því að hugmyndasöfnun var síðast í gangi, úr 291 í 506.
Hugmyndum var safnað á vef verkefnisins og er hægt að skoða þær þar. Þar eru einnig þær hugmyndir sem söfnuðust á íbúafundum og meðal eldri borgara sem voru heimsóttir í félagsmiðstöðvar bæjarins. Þá má þess geta að börn í 5. til 10.bekk fengu tengil í spjaldtölvurnar sínar á vef verkefnisins til að auðvelda þeim þátttöku í hugmyndasöfnuninni.
Kosning í verkefninu fer fram í lok janúar og byrjun febrúar á næsta ári. Þá er kosið á milli hugmynda í hverju hverfi en hverfin fá úthlutað fé í verkefnið eftir íbúafjölda. Alls eru 200 milljónir settar í Okkar Kópavog 2021-2023. Miðað er við að framkvæmdir verkefnanna sem verða fyrir valinu sé lokið 2023.
Kosningarétt í Okkar Kópavogi hafa íbúar í bænum, og hefur kosningaaldur verið lækkaður niður í 14 ára á árinu 2022. Til þess að kjósa þarf rafræn skilríki.
Þetta er í fjórða sinn sem hugmyndasöfnun fer fram í Okkar Kópavogi og hafa tæplega 100 hugmyndir Kópavogsbúa verið valdar af íbúum í þremur kosningum.