- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Eineltisstefna Kópavogsbæjar var samþykkt á bæjarráðsfundi í vikunni. Í henni segir að Kópavogsbær hafi það að leiðarljósi að vera góður vinnustaður og að starfsmönnum líði þar vel. Í stefnunni er einelti skilgreint, farið yfir ábyrgð stjórnenda og viðbrögð við einelti.
Bæjarráð fól hópi starfsmanna bæjarins á síðasta ári að móta stefnuna og verður hún kynnt frekar á vinnustöðum bæjarins á komandi vikum og mánuðum.
Stefnunni er skipt í sex kafla. Í fimmta kafla er lagt til að stofnað verði eineltissteymi skipað fulltrúum starfsmannadeildar, jafnréttisráðgjafa og forvarnarfulltrúa. Teymið verður skipað á næstunni.
Hlutverk þess verður fyrst og fremst að veita stjórnendum ráðgjöf þegar einelti eða vísbending um einelti kemur upp á vinnustað.
Einelti getur tekið á sig margar myndir, til dæmis getur það falist í baktali, slúðri, útúrsnúningum, niðrandi ummælum eða þöggun. Þá getur það falist í ósanngjarnri gagnrýni á vinnubrögð eða neikvæðri skírskotun til kyns, aldurs eða kynþáttar.
Tilkynna skal einelti til næsta yfirmanns, öryggisfulltrúa eða trúnaðarmanna á vinnustað.
Eineltisstefna Kópavogsbæjar