- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Kópavogsbær og Handknattleiksfélag Kópavogs (HK) hafa gert með sér samning um að HK taki yfir rekstur Kórsins, þ.e.a.s. íþróttahúss, knatthúss og tengibyggingu. Bærinn mun á móti yfirtaka reksturinn á íþróttahúsinu í Digranesi.
Kópavogsbær hefur samkvæmt samningnum við HK forgang að Kórnum undir skólaíþróttir frá kl. 8:00 til 15:00 alla virka daga vikunnar á tímabilinu frá 20. ágúst til 10. júní. HK ráðstafar hins vegar öðrum tímum undir starfsemi sína. Einnig hefur bærinn heimild til að nýta Kórinn fyrir sýningar, tónleika eða aðra viðburði.
Kópavogsbær greiðir rekstrarkostnað Kórins samkvæmt fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar ár hvert en forsendur rekstraráætlunar eru þær sömu og ef bærinn væri að reka mannvirkið. HK er hins vegar ábyrgt fyrir rekstrinum og að hann sé innan fjárheimilda. HK sér einnig um að ráða starfsmenn.
Samningurinn tekur gildi 1. janúar 2014 og gildir til 31. desember 2015. Eftir þann tíma framlengist samningurinn sjálfkrafa til 31. desember ár hvert óski samningsaðilar ekki eftir endurskoðun eða uppsögn hans með þriggja mánaða fyrirvara.
Kórinn er fjölnota knatthús við Vallarkór í Kópavogi sem reist var árið 2007. Heildarflatarmálið er 14.457 fermetrar og tekur húsið allt að 2000 áhorfendur í sæti.