- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
90% íbúa í Kórahverfi í Kópavogi voru ánægðir með skipulag í kringum tónleikana með Justin Timberlake sem haldnir voru í Kórnum í Kórahverfi í ágúst síðastliðnum. 5,5% voru hlutlausir í afstöðu sinni og einungis 4,5% óánægðir. Þetta kemur fram í þjónustukönnun sem Capacent gerði fyrir Kópavogsbæ 2014. Íbúar í Kópavogi voru almennt mjög ánægði með skipulagningu tónleikanna, samkvæmt könnuninni. Með skipulagi tónleikanna er átt við stýringu umferðar, öryggi fótgangenda, lokun gatna og fleira.
„Þessar niðurstöður eru afar góðar og jákvæðar fyrir áframhaldandi notkun á Kórnum. Það var allt skipulag í kringum tónleikana með Justin Timberlake til fyrirmyndar að mati allra sem að tónleikunum stóðu og tónleikagesta sömuleiðis. Það er mjög ánægjulegt að íbúar séu sama sinnis,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.
Í heild voru 74% íbúa í Kópavogi ánægðir með skipulagið, 20% hlutlausir og 6% óánægðir samkvæmt könnunni. Sem fyrr sagði voru íbúar í Kórahverfi ánægðastir, 72% íbúa í Smárahverfi voru ánægðir, 22% hlutlausir og 6% óánægðir. Í elsta hluta Kópavogs, Vestur- og Austurbæ, voru 66% íbúa ánægðir, 27%hlutlausir og 7% óánægðir.
Ef niðurstöður við spurningunni eru skoðaðar eftir aldri kemur í ljós að flesta óánægða er að finna í aldurshópnum eldri en 55 ára, eða 12 %. Aldurshópurinn 35 til 44 var hins vegar ánægðastur, í honum voru 81% ánægðir, 12% hlutlausir og 7% óánægðir.