- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Bæjarstjórarnir í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi undirrituðu þann 25. janúar samstarfssamning við Rannsóknarstofu í menntunarfræðum um rannsóknarverkefni í leikskólum. Markmið samstarfsins er að auka þekkingu á leikskólastarfi í sveitarfélögunum og stuðla að auknum gæðum í leikskólastarfi.
Samningurinn nær til þriggja ára.
Verkefnið mun hefjast í apríl 2012 með kynningum á verkefninu og fundum með starfsfólki. Vormisseri 2012 verður nýtt til undirbúnings rannsóknarinnar. Ný vinnubrögð verða síðan innleidd í skólana haustið 2012 og unnið að verkefninu skólaárin 2012-2013 og 2013-2014. Jafnframt verður gögnum safnað um framvindu og árangur og verkefnið metið. Árið 2014 verður unnið að skýrsluskrifum og kynningum á verkefninu.
Fyrsta rannsóknin verður um tengsl leiks við námssvið aðalnámskrár leikskóla frá 2011. Markmið rannsóknarinnar er að vinna með tengsl leiks og náms í leikskólum. Jafnframt verður skoðað hvernig leikskólakennarar, umhverfið og barnahópurinn styðja við leik barna og nám. Gengið verður út frá víxlverkun leiks og náms, þar sem leikurinn styður við nám og nám styður við leik. Starfendarannsókn og þróunarvinna verður unnin í fimm leikskólum, einum í hverju sveitarfélagi, árin 2012-2014.
Sveitarfélögin munu velja leikskóla til þátttöku í rannsókninni í samráði við fulltrúa RannUng. Stýrihópur skipaður einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi og tveimur fulltrúum frá RannUng heldur utan um verkefnið og fylgist með framvindu þess