Álalind 18-20 til sölu

Álalind 18-20 (áður Álalind 1)er til sölu til niðurrifs.
Álalind 18-20 (áður Álalind 1)er til sölu til niðurrifs.

Kópavogsbær auglýsir til sölu fasteignina Álalind 18-20 (áður Álalind 1) til niðurrifs, ásamt byggingarrétti samkvæmt núgildandi deiliskipulagi lóðarinnar.

Fasteignin hýsir nú Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar. Á lóðinni, sem er um 3.400 m2 að flatarmáli, er heimilt að byggja alls 43 íbúðir í fjölbýlishúsi á 4 til 7 hæðum auk kjallara. Áætlað byggingarmagn er um 6.000 m2 og með bílakjallara um 7.000 m2.

Sérstaða byggingarsvæðisins í Glaðheimum felst m.a. í því hve miðlægt það er í Kópavogi og nálægt ört vaxandi svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins, Smáranum. Svæðið er vel tengt aðalgatnakerfi og allri þjónustu. Glaðheimahverfið, sem nú rís hratt, hefur því alla burði til að verða eftirsóknarvert til búsetu. Mikill metnaður bæði verktaka sem standa að byggingarframkvæmdum í Glaðheimum sem og bæjaryfirvalda um vandaða og góða byggð eru að skila sér í hönnun, útliti og útfærslu einstakra húsa og lóða innan Glaðheimahverfisins, sjá nánar www.gladheimahverfid.is.

Nánari upplýsingar veitir bæjarlögmaður palmi@kopavogur.is.

Tilboðum skal skilað í Þjónustuver Kópavogsbæjar fyrir kl.15:00 mánudaginn 27. nóvember 2017.

Deiliskipulagsuppdráttur fyrir Álalind 18-20

Skýringahefti um hönnun Glaðheimahverfis

Skýringarheftið sýnir viðmið um hönnun og frágang í Glaðheimahverfi. Ath. Heftið hefur ekki verið uppfært miðað við deiliskipulagsbreytingar á Álalind 18-20.