Kynningarfundur: Breytt deiliskipulag á Dalvegi

Kynningarfundur um breytt skipulag á Dalvegi verður haldinn 26.mars.
Kynningarfundur um breytt skipulag á Dalvegi verður haldinn 26.mars.

Kynningarfundi um breytt deiliskipulag fyrir Dalveg 20-28, Dalveg 30 og síðan Dalveg 32 verður streymt á vef bæjarins. Fundurinn er í ljósi aðstæðna eingöngu rafrænn. 

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 26. mars 2020. Hann hefst kl. 17.00 og lýkur kl. 18.00. Á honum verða tillögurnar kynntar. Hægt er að beina fyrirspurnum til starfsmanna skipulags- og byggingardeildar um tillöguna á netfangið skipulag@kopavogur.is.

Í kjölfar fundarins verður kynningin aðgengileg á þeim hluta vefsíðu bæjarins þar sem skoða má skipulag í kynningu.  Þar má einnig skoða tillöguna. 

Skipulag í kynningu - smella hér

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 11. maí  2020.

Hér að neðan má lesa auglýsingu um breytt deiliskipulag á Dalvegi 30. 

Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 10. mars 2020 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina að Dalvegi 30. Skipulagssvæðið sem er um 3 ha að stærð afmarkast af lóðamörkum Dalvegar 32 til austurs, Kópavogsdal ásamt íbúðarlóðum við Skógar, og Lækjarhjalla til norðurs, Dalvegi 22 og 28 til vesturs og Reykjanesbraut til suðurs. Í breytingunni felst að fjarlægja allar núverandi byggingar á lóðinni og reisa í þeirra stað verslunar- og þjónustuhúsnæði á 3-5 hæðum auk niðurgrafinnar bílageymslu. Hámarks flatarmál bygginga á lóðinni er áætlað 16.500 m2 án bílageymslu en hún er áætluð um 4.000 m2 að stærð. Gert er ráð fyrir einu bílastæði á hverja 100 m2 í geymslurými, einu stæði á hverja 50 m2 í skrifstofurými og einu stæði á hverja 35 m2 í verslunarrými. Hámarksfjöldi bílastæða á lóð er áætlaður um 470 stæði, þarf af 140 neðanjarðar. Aðkoma að svæðinu breytist með götutengingu í vesturhluta lóðar og breyttum gatnamótum við Dalveg. Lögð verður gata sem tengir núverandi götu sunnan Dalvegar 18 að Dalvegi 32. Hluti Dalvegar breikkar og nýr hjólastígur verður lagður í Kópavogsdal.

Eftirfarandi breytingar verða gerðar á lóðunum að Dalvegi 30a, b og c:

Byggingarreitur við Dalveg 30a gerir ráð fyrir verslun og þjónustuhúsnæði á 4 til 5 hæðum. Hámarks vegg og þakhæð er áætluð 21,2 metrar og hámarks byggingarmagn 10,500 m2.

Byggingarreitur við Dalveg 30c gerir ráð fyrir verslun og þjónustuhúsnæði á 3 hæðum. Hámarks vegg og þakhæð er áætluð 14 metrar og hámarks byggingarmagn 3,000 m2.

Byggingarreitur við Dalveg 30c gerir ráð fyrir verslun og þjónustuhúsnæði á 3 hæðum. Hámarks vegg og þakhæð er áætluð 14 metrar og hámarks byggingarmagn 3,000 m2.

Gert er ráð fyrir um 4.000 m2 niðurgrafinni bílageymslu á lóðinni sbr. ofangreint.

Lóðarstærð er óbreytt.

Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 dags. 27. febrúar 2020 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum, minnisblaði  frá verkfræðistofunni Mannviti dags. 12. febrúar 2020 og hljóðvistarútreikningur dags. í febrúar 2020. Nánar vísast til kynningargagna.

Ofangreind tillaga er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 11. maí  2020.

 

Dalvegur 20-28. Breytt deiliskipulag.

 

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 10. mars 2020 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina að Dalvegi 20-28. Skipulagssvæðið sem er um 4.5 ha að stærð afmarkast af lóðamörkum Dalvegar 30 til austurs, Kópavogsdal til norðurs, Dalvegi 18 til vesturs og Reykjanesbraut til suðurs. Í breytingunni felst að lögð verður tengibraut milli Dalvegar og Reykjanesbrautar með afreinar frá og að Reykjanesbraut. Á tengibraut miðri verður hringtorg sem og á gatnamótum Dalvegar. Lögð verður gata sem tengir núverandi götu sunnan Dalvegar 18 að Dalvegi 30 og 32. Hluti Dalvegar breikkar og nýr hjólastígur verður lagður í Kópavogsdal.

 

 

 

Eftirfarandi breytingar verða gerðar á lóðunum að Dalvegi 20-28:

 

Á lóð nr. 20 við Dalveg breytast lóðamörk og aðkoma að lóð. Lóð stækkar og verður 3.420 m2 eftir breytingu.

 

Á lóð nr. 22 við Dalveg breytast lóðamörk og aðkoma að lóð. Lóð stækkar og verður 6.376 m2 eftir breytingu.

 

Á lóð nr. 24 við Dalveg er gert ráð fyrir að fjarlægja núverandi byggingar á lóðinni og reisa í þeirra stað verslunar- og þjónustuhús á 4 hæðum auk inndreginnar þakhæðar og niðurgrafinnar bílageymslu á tveimur hæðum. Lóðamörk og aðkoma að lóð breytist. Lóð minnkar og verður 6.198 m2 eftir breytingu.

 

Byggingarreitur sem og heildarflatarmál helst óbreytt frá gildandi deiliskipulagi eða 9,800 m2 auk bílageymslu sem ráðgerð er 5.000 m2. Krafa er gerð um eitt bílastæði á hverja 35 m2 í atvinnuhúsnæði.

 

Á lóð nr. 26 við Dalveg breytast lóðamörk og aðkoma að lóð. Lóð minnkar og verður 4.420 m2 eftir breytingu.

 

Á lóð nr. 28 við Dalveg breytast lóðamörk og aðkoma að lóð. Lóð minnkar og verður 3.280 m2 eftir breytingu.

 

 

 

Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 dags. 27. febrúar 2020 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum, minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannviti dags. 12. febrúar 2020 og hljóðvistarútreikningur dags. í febrúar 2020. Nánar vísast til kynningargagna.

 

 

 

Ofangreind tillaga er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 11. maí  2020.

 

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verður útsending (streymi) á heimasíðu Kópavogsbæjar fimmtudaginn 26. mars 2020 kl. 17:00 – 18:00 þar sem tillagan verður kynnt. Í kjölfarið verður kynningin aðgengileg á heimasíðu bæjarins. Hægt er að beina fyrirspurnum til starfsmanna skipulags- og byggingardeildar um tillöguna á netfangið skipulag@kopavogur.is

 

Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 10. mars 2020 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina að Dalvegi 32. Skipulagssvæðið sem er um 2 ha að stærð og afmarkast af lóðamörkum við Nýbýlavegi til austurs, Kópavogsdal ásamt íbúðarlóðum við Skógar, og Lækjarhjalla til norðurs, Dalvegi 30 til vesturs og Reykjanesbraut til suðurs. Í gildandi deiliskipulagi fyrir Dalveg 32 er gert ráð fyrir 9,300 m2 í atvinnuhúsnæði (verslun og þjónustu). Þegar hefur risið um 5.100 m2 af atvinnuhúsnæði að Dalvegi 32a og b. Í breytingunni felst að byggingarreitur Dalvegar 32c (á austurhluta lóðarinnar) breytist og verði L- laga 72, 1x 46,4 metrar. Hæð hans verður 3 og 5 hæðir og hámarks hæð 19 metrar. Hámarksflatarmál bygginga á lóðinni þ.e. Dalvegi 32 a, b og c verður um 14.300 m2 þar af 2.000 m2 í niðurgrafinni bílageymslu og kjallara. Í tillögunni er gert ráð fyrir einu bílastæði á hverja 100 m2 í geymslurými, einu stæði á hverja 50 m2 í skrifstofurými og einu stæði á hverja 35 m2 í verslunarrými. Hámarksfjöldi bílastæða á lóð verður eftir breytingu 300 stæði. Aðkoma að lóðinni frá Dalvegi er óbreytt. Gert er ráð fyrir gatnatengingu milli Dalvegar 30 og 32 í suðvesturhluta lóðarinnar.

 Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 dags. 27. febrúar 2020 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum, minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannviti dags. 12. febrúar 2020 og hljóðvistarútreikningur dags. í febrúar 2020. Nánar vísast til kynningargagna.

 

Ofangreind tillaga er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 11. maí  2020.

 

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verður útsending (streymi) á heimasíðu Kópavogsbæjar fimmtudaginn 26. mars 2020 kl. 17:00 – 18:00 þar sem tillagan verður kynnt. Í kjölfarið verður kynningin aðgengileg á heimasíðu bæjarins. Hægt er að beina fyrirspurnum til starfsmanna skipulags- og byggingardeildar um tillöguna á netfangið skipulag@kopavogur.is