Íþróttakona og íþróttakarl ársins kosin af íbúum

Íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs 2014, Norma Dögg Róbertsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson.
Íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs 2014, Norma Dögg Róbertsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson.

Kópavogsbúar 18 ára og eldri geta nú í fyrsta sinn kosið um íþróttakonu og íþróttakarl ársins 2016. Valið stendur á milli 10 íþróttamanna sem íþróttaráð Kópavogs valdi úr innsendum tilefningum frá íþróttafélögunum. Vægi atkvæðis íbúa er 40% á móti vægi íþróttaráðs. Kjósa má einn karl og eina konu. Val á íþróttakarli og íþróttakonu verður kynnt á íþróttahátíð Kópavogs sem verður haldin 7. janúar.

Íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fá í sinn hlut farandbikar og eignarbikar auk 150 þúsund króna ávísunar frá Kópavogsbæ. Kosning hófst þann 28.desember og lýkur þann 5.janúar. Kosningin er rafræn og fer fram í gegnum íbúagátt Kópavogs.

Hér má lesa um það íþróttafólk sem er í kjöri og skarað hefur framúr í ár. 

Anna Soffía Grönholm

Anna Soffía

Anna Soffía Grönholm, tenniskona úr Tennisfélagi Kópavogs, varð Íslandsmeistari kvenna í tennis bæði í einliða- og tvíliðaleik utanhúss. Keppti við góðan orðstír í efstu deildum í Þýskalandi í sumar. Hún keppti fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu (Fed Cup) í Svartfjallalandi og stóð sig prýðilega.

Anna Soffía er mjög efnilegur tennisspilari og á framtíðina fyrir sér.  Miðað við ungan aldur hennar,þá eru fáir sem leggja jafn hart að sér á tennisvellinum. Anna Soffía er til fyrirmyndar innan sem utan vallar og undirbýr sig vel fyrir keppni og æfingar.  Anna Soffía er mjög stöðugur spilari af endalínu og er með mjög sterka bakhönd en hennar vopn verður að teljast andlegur styrkur.

Anna Bryndís Zingsheim

Anna Bryndís

Anna Bryndís Zingsheim, hestaíþróttakona úr Hestamannafélaginu Spretti, varð Íslandsmeistari í tölti og  í þriðja sæti í fjórgangi á Íslandsmótinu.  Hún vann  gæðingakeppni á íþróttamóti Spretts bæði í  tölti og fjórgangi. Anna Bryndís fékk á mótinu Svansstyttuna sem veitt fyrir prúðmannlega og snyrtilega framkomu. Hún hafnaði í fjórða sæti á Landsmóti  þar sem hún Fjaðurverðlaun FT, sem eru verðlaun reiðmennsku. Anna Bryndís  er Íslandsmeistari í tölti og  í 3ja sæti í fjórgangi á Íslandsmótinu.  Hún vann  gæðingakeppni á íþróttamóti Spretts bæði í  tölti og fjórgangi. Anna Bryndís fékk á mótinu Svansstyttuna sem veitt fyrir prúðmannlega og snyrtilega framkomu. Hún hafnaði í fjórða sæti á Landsmóti  þar sem hún Fjaðurverðlaun FT, sem eru verðlaun reiðmennsku. Hún hefur stundað hestamennskuna frá unga aldri, og tekið þátt í keppnum síðustu sex til sjö árin og náð mjög góðum árangri í mikilli samkeppni um verlaunasæti.  Anna Bryndís er öðrum knöpum fyrirmynd innan vallar sem utan og undirbýr sig af kostgæfni fyrir æfingar og keppni. 

Birgir Leifur Hafþórsson

Birgir Leifur

Birgir Leifur Hafþórsson,  kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, varð Íslandsmeistari í höggleik karla í sjöunda sinn, og þar með oftast allra.  Á seinasta tímabili lék hann á Challenge mótaröðinni sem er næst deild í Evrópsku mótaröðina, þar sem hann náði þar best sjötta sæti á Swedish Challenge mótinu í byrjun ágúst.

Birgir Leifur hefur mörg undanfarin ár verið fremsti kylfingur landsins og hefur nú leikið sem atvinnumaður í golfi í hartnær tuttugu ár, og tekið þátt í um 60 mótum á evrópsku mótaröðinni á sínum keppnisferli.  Birgir Leifur er frábær fyrirmynd annara, yngri sem eldri, reglusamur, vinnusamur og ávallt jákvæður. Hann er frábær liðsmaður, hvetjandi og drífandi.

Ingi Rúnar Kristinsson

Ingi Rúnar

Ingi Rúnar Kristinsson, frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki, varð  Íslandsmeistari í sjöþraut karla og í tugþraut karla árið 2016. Hann var bestur íslenskra karla í fjölþrautum  en auk  Íslandsmeistaratitlanna tveggja náði Ingi Rúnar þeim árangri á árinu að vera meðal fimm bestu íslenskra karla í tólf keppnisgreinum á afrekaskrá FRÍ fyrir árið 2016. Í því ljósi er kannski ekki skrýtið að hann hafi unnið báða þrautartitla ársins 2016.  

Ingi Rúnar sem er uppalinn Bliki  er mikill leiðtogi í hópi iðkenda hjá frjálsíþróttadeild félagsins, og er mjög sterkur félagslega ekki síður en í keppni.

Irma Gunnarsdóttir

Irmar

Irma Gunnarsdóttir, frjálsíþróttakona úr Breiðabliki, er Íslandsmeistari í langstökki kvenna og innanhúss í fimmtarþraut og langstökki. Irma er  sexfaldur Íslandsmeistari í sínum aldurflokki; í hlaupum, köstum og stökkum.  Hún keppti með landsliði nítján ára og yngri á Norðurlandameistaramótinu. Irma er geysilega fjölhæf og þrátt fyrir ungan aldur er hún meðal átta bestu íþróttakvenna í sjö greinum innanhúss og öðrum sjö utanhúss. Hún hefur með þessu skipað sér í hóp bestu frjálsíþróttakvenna landsins í dag.  Irma hefur ávallt stundað æfingar af kostgæfni sem hefur það auk meðfæddra hæfileika skilað þessum mikla árangri. Irma er góð fyrirmynd ungt og efnilegt íþróttafólk og sýnir hve langt má ná með góðri ástundun.

Jón Margeir Sverrisson

Jón Margeir

Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr íþróttafélaginu Ösp/Fjölni, setti alls fjögur heimsmet og tólf Íslandsmet og varð margfaldur Íslandsmeistari.  Hann varð í öðru sæti í 200 metra skriðsundi á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi á Madeira.

Jón komst í úrslit í tveimur greinum af þremur sem hann keppti í á Ólympíumóti Fatlaðra (Paralympics) í Ríó de Janeiro. Hann varð í fjórða sæti 200 metra skriðsundi og sjötti í 200 metra fjórsundi.  Jafnframt var hann fánaberi við opnunarhátíð leikanna. Jón hefur verið til fyrirmyndar í alla staði á  æfingum. Lagt sig allan fram og gert allt sem fyrir hann var lagt.  Hann er góður félagi og fyrirmynd fyrir alla iðkendur.

Jón Þór Sigurðsson

Jón Þór

Jón Þór Sigurðsson, skotíþróttamaður úr Skotfélagi Kópavogs, varð Íslandsmeistari 2016 í meistaraflokki í 50 m liggjandi riffli og setti glæsilegt  nýtt Íslandsmet í greininni, 623,7 stig sem er 97.33% af gildandi heimsmeti (633). Jón Þór hóf að keppa í 50m liggjandi riffli árið 2010 en síðan þá hefur hann fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari og bætt Íslandsmetið þrisvar.

Jón Þór á einnig Íslandsmetið í liðakeppni greinarinnar, ásamt Stefáni Eggerti Jónssyni og Arnfinni Auðunni Jónssyni, en þeir urðu auk þess Íslandsmeistarar 2015 og 2016.

Jón Þór keppti á heimsmeistaramótinu í Munchen 2016,  Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein 2011 þar sem hann náði 3. sæti og í Reykjavík 2015 í 2. sæti.

Kjartan Fannar Grétarsson

Kjartan Fannar

Kjartan Fannar Grétarsson, blakmaður úr HK, er Íslandsmeistari og  deildarmeistari með meistaraflokki karla í blaki auk þess sem liðið lenti í öðru sæti í bikarkeppni BLÍ. Liðið vann sigur í Evrópuriðli sem veitir rétt til þáttöku á EM smáþjóða sem haldið verður í Digranesi 2017. Vann með liði sínu riðil sem veitir rétt til þáttöku á HM 2017.  Valinn í Mizuno lið ársins tímabilið 2015-2016  Kjartan Fannar er einn af burðastólpum í meistaraflokki karla. Hann hefur spilað með liðinu frá 2013 og orðið þrisvar sinnum íslandsmeistari með félaginu. Hann er góður félagi og fyrirmynd innan vallar sem utan. Kjartan Fannar einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins og hefur spilað 30 landsleiki .

Svana Katla Þorsteinsdóttir

Svana Katla

Svana Katla Þorsteinsdóttir, karatekona úr Breiðabliki, varð Íslandsmeistari í kata kvenna og í  hópkata kvenna. Hlaut annað sæti á Bikarmeistaramótaröð karatesambandsins. Vann silfur í hópkata kvenna á Norðurlandameistaramóti, silfur í kata kvenna og gull í hópkata kvenna á Swedish Kata Throphy. Þátttakandi á Heimsmeistaramóti í karate, Linz, Austurríki, bæði í kata kvenna og hópkata kvenna. 

Svana Katla er ein fremsta karatekona landsins,  tvöfaldur Íslandsmeistari og hefur verið ósigruð hér á landi síðustu árin. Svana Katla hefur verið í landsliði Íslands í kata undanfarin ár. Hún er virkur keppandi á alþjóðlegum mótum, og hefur unnið til verðlauna á Norðurlandameistaramóti frá 2011 og í hópkata 2012.  

Valgerður Sigfinnsdóttir

Valgerður

Valgerður Sigfinnsdóttir, hópfimleikakona úr Gerplu, varð Íslandsmeistari á dýnu. Hún lenti í öðru sæti á bikarmóti í hópfimleikum, Íslandsmóti í hópfimleikum og í fjölþraut. Þá lenti hún í öðru sæti á  Evrópumeistaramóti í hópfimleikum í kvennaflokki . 

Valgerður var í kvennalandslið Íslands í hópfimleikum og keppti með þeim í Slóveníu í haust. Liðið náði silfurverðlaunum og Valgerður var í öllum stökkumferðum og gerði sér lítið fyrir og var valin í ALL-STARS liðið sem er valið af öllum kvenkeppendum mótsins og aðeins sex eru valdar. Valgerður er mikil keppnismanneskja og hefur æft með Gerplu frá unga aldri. Hún er traustur og góður liðsfélagi og mikilfyrirmynd yngri iðkenda í Gerplu.