19.09.2025
Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóði nefndarinnar. Markmiðið er að efla og auðga menningar- og mannlíf bæjarins með viðburðum sem fela í sér nýsköpun og stuðla að aðgengi sem flestra. Við hvetjum einstaklinga, listhópa, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir á sviði lista, hönnunar eða arkitektúrs til að sækja um.