23.12.2025
Svanhildur Sif Haraldsdóttir var í dag heiðruð fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt framlag í þágu barna og fjölskyldna í Kópavogsbæ. Svanhildur hefur undanfarin 25 ár tileinkað líf sitt því að vera til staðar fyrir börn í vanda. Hún hefur undanfarin 10 ár rekið vistheimili fyrir barnaverndarþjónustu Kópavogs á heimili sínu. Þar geta börn dvalið hjá henni í lengri og skemmri tíma á meðan unnið er að bættum aðstæðum á heimili þeirra en Svanhildur er einstaklega hlý og gefandi.