01.12.2025
Fjölmennt á opnu húsi í Barnaskóla Kársness
Notaleg og góð stemning var á opnu húsi í Barnaskóla Kársness sem haldið var á laugardag. Nemendur og fjölskyldur þeirra fjölmenntu auk þess sem nágrannar litu við, gamlir nemendur og skólafólk víða að.