Úthlutun styrkja úr forvarnarsjóði

Fulltrúar styrkþega, forvarnarsjóðs og Kópavogsbæjar að lokinni afhendingu forvarnarstyrkja 2015.
Fulltrúar styrkþega, forvarnarsjóðs og Kópavogsbæjar að lokinni afhendingu forvarnarstyrkja 2015.

Fjögur verkefni fengu úthlutað samtals tæpum tveimur milljónum úr forvarnarsjóði Kópavogs í dag.  Leikskólar Kópavogs fengu 900.000 króna styrk fyrir verkefnið Vinátta, Blátt áfram fékk 500.000 krónur fyrir verkefnið Bella net, Salaskóli hlaut 200.000 króna styrk fyrir verkefnið Ábyrgur á netinu,. Loks hlaut SAMAN hópurinn 100.000 króna styrk til forvarnarstarfs sem hefur það að markmiði að styðja foreldra í uppeldishlutverkinu.

Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega viðhöfn í leikskólanum Sólhvörfum í Kópavogi.

Verkefnið Vinátta er forvarnarnámskeið fyrir leikskólabörn. Verkefnið samanstendur af tösku  með fræðsluefni þar sem bangsinn Blær ræður ríkjum ásamt hjálparböngsum.  Verkefnið er byggt á nýjustu rannsóknum í einelti, ákveðinni hugmyndafræði og gildum.  Verkefnið nær til barna, starfsfólks og foreldra.

Í verkefninu Bella net felst þjálfun leiðbeinanda í félagsmiðstöðvum fyrir vinnu með sjálfsstyrkingarhópa stúlkna. Rannsóknir frá Rannsókn og greiningu hafa sýnt að skoða þaf líðan ungra stúlkna og er styrkur til þessa verkefnis liðurí því.

Verkefni Salaskóla, Ábyrgur á netinu er fræðsla fyrir 5.-10. bekk um ábyrga nethegðun. Öryggi á netinu er eitt af þeim verknum sem kenna eiga börnum og unglingum að umgangast netið. Að fræða í stað þess að banna leiðir oftast til jákvæðs árangurs  í  forvarnastarfi.

SAMAN hópurinn hefur starfað til fjölda ára og hefur það að markmið að vera styðjandi og leiðandi fyrir  foreldra. Kóapvogsbær hefur notið góðs af auglýsingaefnið hópsins og jákvæð skilaboð þeirra til foreldrar falla í góðan jarðveg.

Forvarnarsjóður Kópavogs var stofnaður í byrjun árs 2014 og er úthlutað úr honum einu sinni á ári samkvæmt tillögum forvarnar- og frístundanefndar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að öflugu forvarna- og frístundastarfi í Kópavogi með það að markmiði að veita einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum styrki til verkefna sem hafa það að leiðarljósi að efla forvarnar- og frístundastarf Kópavogsbúa.

Auk úthlutunar á forvarnarstyrkjum stendur sjóðurinn fyrir því að fá rannsóknarniðurstöður um líðan ungs fólk í bænum.