23.05.2024
Kópavogsbær gefur út nýjan skuldabréfaflokk KOP 24 1
Kópavogsbær lauk í dag útboði á nýjum skuldabréfaflokki KOP 24 1. Um er að ræða verðtryggt skuldabréf sem ber fasta 3,25% vexti og munu höfuðstólsafborganir ásamt vöxtum greiðast með jafngreiðslufyrirkomulagi (e. annuity) tvisvar á ári fram að lokagjalddaga þann 3. júní 2055.