Kópavogsbær tekur þátt í Stóra plokkdeginum sem haldinn er sunnudaginn 28.apríl. Hægt verður að nálgast ruslapoka og einnota hanska í Þjónustumiðstöð Kópavogs, Askalind 5, föstudag og laugardag.
Stjórn Gerplu heiðraði keppendur á Norðurlandamóti í áhaldafimleikum við hátíðlega viðhöfn í vikunni. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, ávarpaði gesti þegar glæsilegum árangri liðsins var fagnað í fimleikasalnum Versölum og færði félaginu blóm.