Geðrækt í gulum september

Starfsfólk velferðarsviðs Kópavogsbæjar á gulum degi 2024.
Starfsfólk velferðarsviðs Kópavogsbæjar á gulum degi 2024.

Kópavogsbær tekur þátt í gulum september og  hvetur starfsfólk til þess að klæðast gulu þann 10.september.

Í Gulum september er lögð áhersla á að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi.

10. september er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga og er fólk hvatt til þess að klæðast gulu þann dag. 

Síðar í mánuðinum, nánar tiltekið frá 22. september, verður boðið upp á Geðræktarviku í Bókasafni Kópavogs í tilefni af gulum september og verður þar fjöldi viðburða sem tengjast málefninu.