Fréttir & tilkynningar

Hjónin Sigríður Stefánsdóttir og Jóhann Sævarsson skreyta húsið sitt hátt og lágt á aðventunni.

Sælla er að gefa en þiggja

Það er hátíð í bæ í Múlalind 1 þar sem hjónin Sigríður Stefánsdóttir og Jóhann Sævarsson skreyta húsið sitt hátt og lágt svo eftir er tekið. Þau segja jólahúsið eitt allsherjar ævintýr sem geymi líf þeirra á svo fallegan hátt en þar hafa þau gift sig, eignast jólabarn og fundið rómantískar leynigjafir.
Umferð í Kópavogi

Lagfæringar á götuljósum

Undanfarna daga hafa komið upp bilanir í götulýsingu, einna helst á Kársnesinu. Síðastliðinn laugardag var ræst út viðgerðarteymi og nú eru tvö teymi í vinnu í dag við að lagfæra bilanir á Kársnesinu.