Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs og Guðrún Ásta Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar skrifuðu undir samning um áframhaldandi rekstur á áfangaheimili við Dalbrekku í Kópavogi, miðvikudaginn 21. janúar.
Forvarnarsjóður Kópavogs hefur lokið úthlutun styrkja fyrir árið 2025. Fjögur verkefni hlutu styrk sem öll byggja á markmiðum sjóðsins um að efla forvarnir, heilsueflingu, og vellíðan barna og ungmenna í Kópavogi svo eitthvað sé nefnt.
Sjálfboðaliði ársins 2025 í íþróttastarfi í Kópavogi er Ingibjörg Þ. Ólafsdóttir. Valið á sjálfboðaliða ársins var tilkynnt á íþróttahátíð Kópavogs en þetta er í þriðja sinn sem sjálfboðaliði ársins er valinn af lýðheilsu- og íþróttanefnd.
Ljóðstafur Jóns úr Vör er haldinn af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar en efnt var til samkeppninnar fyrst árið 2002 í minningu skáldsins Jóns úr Vör.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um í lausar lóðir í Vatnsendahvarfi. Gefinn er frestur til 5.mars að skila inn tilboðum í lóðirnar sem eru fyrir einbýlishús, parhús og raðhús.
Dagur Kári Ólafsson fimleikamaður úr Gerplu og Birta Georgsdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2025.
Stafræn útgáfa skóladagatala fyrir alla leik- og grunnskóla og frístundastarf í Kópavogi er nú aðgengileg og geta foreldrar, forsjáraðilar og starfsfólk sótt dagatölin með einföldum hætti og þannig fengið yfirlit yfir helstu viðburði skólaársins, starfsdaga og leyfi.