- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Bogfimifélagið Boginn fékk hvatningarverðlaun íþróttaráðs 2023 fyrir frumkvæði félagsins í þátttöku kynsegin íþróttafólks í starfi félagsins. Þá fékk ungmennaflokkur Bogans viðurkenningu fyrir árangur.
Frost Ás Þórðarson, bogfimikvár úr Bogfimifélaginu Boganum veitti viðurkenninngu íþróttaráðs viðtöku á Íþróttahátíð Kópavogs.
Bogfimifélagið Boginn hefur lagt sig fram um að veita öllum iðkendum sínum jöfn tækifæri, sama hverjir eða hvað þeir eru og hlaut meðal annars viðurkenningu Jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs árið 2023, fyrir það framtak að stofna kynlausan keppnisflokk þar sem kynsegin einstaklingar geta keppt í bogfimi.
Þess má einnig geta að Frost Ás er fyrsti og eini kynsegin aðili til að vera kosið í stöðugildi innan íþróttahreyfingarinnar samkvæmt tölfræði ÍSÍ, en Frost Ás er jafnframt iðkandi og keppandi í félaginu.
Boginn fékk einnig viðurkenningu fyrir eftirtektarverðan árangur í flokk ársins, ungmennaflokkur Bogans nánar tiltekið. Flokkurinn vann á árínu 2023 36 af 40 Íslandsmeistaratitlum utanhúss. Að auki slógu flokkarnir fjölda íslandsmeta bæði innan og utanhúss og stóðu sig framúrskarandi í erlendum keppnum.