Vetrardagskráin er kynnt undir heitinu Komdu í Kópavog.
Vetrardagskrá menningarhúsanna í Kópavogi verður kynnt laugardaginn 13.september frá 13-16, brot af því besta sýnt og spjallað við menningarstjórnendur.
Nánar
Eva Ruza mun spjalla við menningarstjórnendur og fara yfir það helsta og forvitnast um með hverju þau mæla sérstaklega. Við fáum að sjá brot úr dagskrá vetrarins og bæjarlistamaðurinn okkar Sigga Beinteins tekur lagið.
Á útisvæðinu verða svo smiðjur en Memm, verða með dagskrá úti frá kl. 13 og leikhópurinn Lotta kemur og skemmtir kl. 15.
Öll húsin verða opin og bjóða upp á smiðjur og uppákomur, og allt frítt.
Eins ætlum við að bjóða upp á ís á meðan birgðir endast því að við erum líka að kveðja sumarið sem hefur verið einstaklega gott, mikil aðsókn í öll hús og við því spennt að kynna vetrardagskrána.
Dagskrá:
ÚTISVÆÐI
kl 13 Skólahljómsveit Kópavogs
Kl 13-15 MEMMM leikjasmiðja
kl 15 Leikhópurinn Lotta
BÓKASAFN og NÁTTURUFRÆÐISTOFA
kl 1330-1430 Náttúrukórónusmiðja með Þykjó
kl 14-15 501 Stjörnustríðsherdeildin
kl 13-15 Matti og maurabúið!
Kl 13-16 Haustnáttúrubingó í holtinu.
GERÐARSAFN
1330-1430 Myndastyttuleikur í höggmyndagarðinum
1430-1600 Listasmiðja um líkamann í tengslum við sýninguna Corpus
SALURINN
1330-1430 Kynning á vetrardagskrá Menningarhúsanna með Evu Ruza
1430 Bæjarlistamaðurinn Sigríður Beinteins tekur lagið
Vonandi sjáum við ykkur sem flest!