Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040

Kópavogsbær.
Kópavogsbær.

Í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með vakin athygli á afgreiðslu bæjarstjórnar Kópavogs á tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir leikskólalóð við Skólatröð (S-6).

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti tillöguna á fundi sínum 13. september 2022 með tilvísun í 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í breytingunni felst minni háttar lagfæring á afmörkun á landnotkunarreitum þ.e. reitur fyrir leikskóla/samfélagsþjónustu, S-6, verður stækkaður til samræmis við lóðamörk enda hefur lóðin verið nýtt þannig um langa hríð.

Breytingin verður send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Nánari upplýsingar um ofangreinda breytingu er hægt að nálgast hjá skipulagsdeild Umhverfissviðs Kópavogsæbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi milli kl. 8:00 og 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá kl. 8:00 til 13:00.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.