Lokun vegna malbiksfræsinga mánudaginn 31. maí kl. 9-12

Hringtorg á Fífukvammsvegi lokaður
Hringtorg á Fífukvammsvegi lokaður

Hringtorg á Fífuhvammsvegi við Lindarveg verður lokað mánudaginn 31. maí frá kl. 9:00 til 12:00 vegna malbiksfræsinga. Ökumönnum í austur er bent á að aka um frárein að Reykjanesbraut frá Fífuhvammsvegi og þaðan um Lindar- og Hlíðardalsveg á ökumönnun á leið vestur Fífuhvammsveg er bent á að aka um Fitjalind, Lindar- og Arnarnesveg á meðan framkvæmdum stendur.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.

Hringtorg Fífukvammsvegi