- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Vegna breytinga á gönguþverun á Borgarholtsbraut við menningarhúsin og ærslabelg verður nauðsynlegt að loka akreinum Borgarholtsbrautar á milli Digranesvegar og Urðarbrautar á meðan útbúin verður upphækkuð gönguþverun og komið fyrir ljósastaurum við þverunina. Frá miðvikudeginum 16. nóvember kl. 8:00 til föstudags 18. nóvember kl. 16:00 verður akreinin til vesturs lokuð en umferð til austurs verður leyfileg. Á mánudaginn 21. nóvember kl. 8:00 til miðvikudags 23. nóvember kl. 16:00 verður akreinin til austurs lokuð en umferð til vesturs leyfileg. Bent er á hjáleið um Kópavogsbraut og Kópavogsháls á meðan lokun stendur.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.