Lokunartilkynning á Hlíðarhjalla, milli Skálaheiði og Álfaheiði

Hlíðarhjalli á milli Skálaheiði og Álfaheiði verður lokaður fyrir akandi umferð frá kl. 9:00 þriðjudaginn 24. júní og til kl. 16:00 föstudaginn 27. júní vegna hleðslu á upphækkaðri gönguþverun. Bent er á hjáleiðir um Skálaheiði og Álfaheiði.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af lokuninni kann að stafa.

Hlíðarhjalli lokaður