Tvær lokanir vegna malbikunar

Vegagerðin ráðgerir að malbika hægri akrein Nýbýlavegar til austurs á milli Álfabrekku og gatnamóta við Skemmuveg og Valahjalla miðvikudaginn 24. ágúst. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 18:00 til 21:00.

Nýbýlavegur lokaður til austurs frá þverbrekku að skemmuvegi

Einnig er ráðgert að malbika Arnarnesveg til vesturs frá Rjúpnavegi að hringtorgi við Fífuhvammsveg miðvikudaginn 24. ágúst og mun lokunin standa yfir frá kl. 20:00 til 00:30. Opið verður fyrir umferð austur Arnarnesveg en lokað fyrir umferð til vesturs. Ökumönnum á leið vestur er bent á að aka Vatnsendaveg meðfram Vífilsstaðavatni.

Arnarnesvegur lokaður til vesturs milli Rjúpnavegs og Fífuhvammsvegs

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.