Fréttir & tilkynningar

Skóladagatöl fyrir leik- og grunnskóla og frístundaheimili eru nú aðgengileg í stafrænnni útgáfu. 
…

Skóladagatöl komin í stafræna útgáfu

Stafræn útgáfa skóladagatala fyrir alla leik- og grunnskóla og frístundastarf í Kópavogi er nú aðgengileg og geta foreldrar, forsjáraðilar og starfsfólk sótt dagatölin með einföldum hætti og þannig fengið yfirlit yfir helstu viðburði skólaársins, starfsdaga og leyfi.
Hjónin Sigríður Stefánsdóttir og Jóhann Sævarsson skreyta húsið sitt hátt og lágt á aðventunni.

Sælla er að gefa en þiggja

Það er hátíð í bæ í Múlalind 1 þar sem hjónin Sigríður Stefánsdóttir og Jóhann Sævarsson skreyta húsið sitt hátt og lágt svo eftir er tekið. Þau segja jólahúsið eitt allsherjar ævintýr sem geymi líf þeirra á svo fallegan hátt en þar hafa þau gift sig, eignast jólabarn og fundið rómantískar leynigjafir.
Umferð í Kópavogi

Lagfæringar á götuljósum

Undanfarna daga hafa komið upp bilanir í götulýsingu, einna helst á Kársnesinu. Síðastliðinn laugardag var ræst út viðgerðarteymi og nú eru tvö teymi í vinnu í dag við að lagfæra bilanir á Kársnesinu.