Tilkynning um lokun vegna malbiksframkvæmda

Hjáleið um Breiðholtsbraut eða Elliðavatnsveg (Flóttamannaleið) á meðan framkvæmdum stendur.
Hjáleið um Breiðholtsbraut eða Elliðavatnsveg (Flóttamannaleið) á meðan framkvæmdum stendur.

Vegna malbiksfræsinga verður Rjúpnavegur á milli Arnarnesvegar og hringtorgs við Kóraveg og Almannakór lokaður miðvikudaginn 4. ágúst milli kl. 10:00 og 15:00. Því miður eru engar stuttar eða þægilegar hjáleiðir í boði og verða því ökumenn að velja hjáleiðir um Breiðholtsbraut eða Elliðavatnsveg (Flóttamannaleið) á meðan framkvæmdum stendur.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.