Lánþegum í Bókasafni Kópavogs stendur nú til boða að nota stafræn bókasafnsskírteini til þess að greiða sektir og ljúka þannig uppgjöri við safnið án þess að mæta á svæðið.
Í ár eru 50 ár liðin frá kvennaverkfalli árið 1975. Af því tilefni boða samtök kvenna, launafólks og fleiri hagsmunahópar til samstöðufunda undir yfirskriftinni kvennaverkfall, föstudaginn 24. október. Á höfuðborgarsvæðinu hefst söguganga klukkan 13.30 og fylgir fundur á Arnarhóli í kjölfarið.
Kópavogur tók þátt í fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna þar sem fjallað var um fjárfestingu í réttindum barna sem samfélagslega arðbæra og mikilvæga leið til að tryggja betri framtíð allra barna.
Kópavogsbær hefur hlotið sína fyrstu Svansvottun fyrir nýbyggingu, búsetukjarnann að Kleifarkór, sem er ætlaður fólki með fötlun. Í kjarnanum eru sjö fullbúnar íbúðir með stuðningi, þar sem lögð er áhersla á öruggt, sjálfbært og vistvænt umhverfi fyrir íbúa.