Áskriftarkort fyrir fastar ferðir í akstursþjónustu

Nú er hægt að kaupa áskriftarkort í akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.
Nú er hægt að kaupa áskriftarkort í akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.

Áskriftarkort eða tímabilskort fyrir fastar ferðir í í akstursþjónustu fyrir fatlað fólk standa nú til boða eftir að reglum var breytt.  Fastar ferðir eru ferðir sem pantaðar eru með dags fyrirvara eða fyrir kl. 16.00 daginn áður.

  • Gildistími áskriftarkortanna getur annað hvort verið 12 mánuðir eða 6 mánuðir.
  • Gjald fyrir 12 mánaða kort miðast við árskort fyrir öryrkja samkvæmt gjaldskrá Strætó sem er nú 33.600 kr.
  • Gjald fyrir 6 mánaða kort miðast við 60% af árskorti fyrir öryrkja samkvæmt gjaldskrá Strætó sem er nú 20.160kr.
  • Áskriftarkort taka gildi þann 21. eftir að greiðsla hefur borist og gilda til og með 20. þess mánaðar sem áskriftin endar.
  • Þau sem óska eftir að breyta sinni akstursþjónustu yfir í áskriftarkort eru beðin um að sækja um þá breytingu í gegnum í þjónustugátt Kópavogsbæjar.

Lesa meira um akstursþjónustu fatlaðs fólks.