Búsetukjarninn Kleifakór fær Svansvottun

Frá vinstri: Alma Dagbjört Ívarsdóttir Svansvottunarfulltrúi frá Verkvist, Ólafur Arnarsson verktak…
Frá vinstri: Alma Dagbjört Ívarsdóttir Svansvottunarfulltrúi frá Verkvist, Ólafur Arnarsson verktaki Sérverk, Trausti Hafsteinsson frá Versa, Inga Rut Gylfadóttir, landslagsarkitekt hjá Landslagi, Bergþóra Góa Kvaran frá Umhverfisstofnun, Elías Guðmundsson verktaki Sérverk, Ármann Halldórsson deildarstjóri framkvæmdadeildar Kópavogs, Herdís Guðrún Svansdóttir verkefnastjóri framkvæmdadeild, Bryngerður Bryngeirsdóttir forstöðumaður Kleifakórs, Gígja Gunnlaugsdóttir hljóðverkfræðingur hjá Myrru hljóðstofu.

Kópavogsbær hefur hlotið sína fyrstu Svansvottun fyrir nýbyggingu, búsetukjarnann að Kleifarkór, sem er ætlaður fólki með fötlun. Í kjarnanum eru sjö fullbúnar íbúðir með stuðningi, þar sem lögð er áhersla á öruggt, sjálfbært og vistvænt umhverfi fyrir íbúa.

Svansvottun þýðir að standast þarf strangar kröfur um efnisval, innivist, rakavarnir og fleira, sem tryggir að byggingin sé bæði vistvæn og heilsusamleg.

Afhending á viðurkenningarskjali fór fram í Kleifakór í vikunni, að viðstöddum fulltrúum Kópavogsbæjar, verktaka byggingarinnar, Umhverfisstofnunar og forstöðumanni Kleifakórs Bryngerði Bryngeirsdóttur.

Undanfarin ár hefur Kópavogsbær tekið mikilvæg skref í búsetumálum fyrir fólk með fötlun, meðal annars með lokun herbergjasambýla og fjölgun annarra búsetukosta sem stuðla að auknu sjálfstæði og bættum lífsgæðum. Kleifakór formlega vígður í júní síðastliðnum