Fréttir & tilkynningar

Kópavogsbúar fylltu Rútstún

17. júní hátíðarhöld

Fjölbreytt og metnaðarfull þjóðhátíðardagskrá í Kópavogi
Læsisátak á leikskólanum Núpi

Leikskólabörn lásu 244 bækur

Alls voru lesnar 244 bækur í lestrarátaki á leikskólanum Núpi sem haldið var á vordögum.
Elstu börnin á leikskólanum Rjúpnahæð með Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, eftir fund í…

Leikskólabörn funduðu í bæjarstjórnarsal

Elstu börnin á leikskólanum Rjúpnahæð í Kópavogi mættu í bæjarstjórnarsal Kópavogs í vikunni og funduðu með bæjarstjóra Kópavogs , Ármanni Kr. Ólafssyni, sem sat fyrir svörum eftir að hafa sagt þeim stuttlega frá störfum bæjarstjóra og bæjarstjórnar.
Fyrsta skref er að fá hugmynd. Annað skrefið er að gefa hugmyndinni atkvæði og þriðja skrefið er að…

Okkar Kópavogur fær 400 hugmyndir

Tæplega 400 hugmyndir bárust í hugmyndasöfnun í verkefninu Okkar Kópavogur en hugmyndasöfnun lauk 31. maí. Hugmyndum var safnað á vef verkefnisins en einnig voru haldnir fimm íbúafundir þar sem þátttakendur lögðu til hugmyndir, ræddu og kynntu og sameinuðust á hverjum fundi að lokum um tíu. Þátttaka í verkefninu hefur verið vonum framar og margar spennandi hugmyndir komnar í pottinn.
Óperuganga fyrir börn á fjölskyldustund.

Fjölskyldustund með óperuívafi

Laugardaginn 4. júní kl. 13.30 verður síðasta fjölskyldustund þessa vetrar í menningarhúsum Kópavogs á dagskrá. Að þessu sinni verður fjölskyldum boðið í gönguferð sem hefst fyrir utan Gerðarsafn.