02.06.2016
Tæplega 400 hugmyndir bárust í hugmyndasöfnun í verkefninu Okkar Kópavogur en hugmyndasöfnun lauk 31. maí. Hugmyndum var safnað á vef verkefnisins en einnig voru haldnir fimm íbúafundir þar sem þátttakendur lögðu til hugmyndir, ræddu og kynntu og sameinuðust á hverjum fundi að lokum um tíu. Þátttaka í verkefninu hefur verið vonum framar og margar spennandi hugmyndir komnar í pottinn.