Leikskólabörn funduðu í bæjarstjórnarsal

Elstu börnin á leikskólanum Rjúpnahæð með Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, eftir fund í…
Elstu börnin á leikskólanum Rjúpnahæð með Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, eftir fund í bæjarstjórnarsal.

Elstu börnin á leikskólanum Rjúpnahæð í Kópavogi  mættu í bæjarstjórnarsal Kópavogs í vikunni og funduðu með bæjarstjóra Kópavogs , Ármanni Kr. Ólafssyni, sem sat fyrir svörum eftir að hafa sagt þeim stuttlega frá störfum bæjarstjóra og bæjarstjórnar.

Meðal þess sem börnin  lögðu til við Ármann var stækkun leikskólans,  til að hægt væri að halda leikskólaútskriftir í leikskólanum. Þá var stungið upp á dýragarði með svínum, hestum og hænum. Margir lögðu til breytingar á leiksvæði skólans, vildu fá trampólín, fleiri rólur, að sandkasi yrði stækkaðu, búinn yrði til fótboltavöllur og fleira.

Leikskólinn Rjúpnahæð leggur áherslu á lýðræðisstarf í sínu starfi og eflir lýðræðisvitund barna. Börnin læra að segja sína skoðun, greiða atkvæði um mál og komast að sameiginlegri niðustöðu. Þau höfðu undirbúið komu sína í bæjarstjórnarsalinn vel og gerðu grein fyrir hugmyndum sínum.

Bæjarstjóri lofaði að skoða hugmyndirnar vel og tók við blöðum með tillögum barnanna og þakkaði þeim fyrir framtakið.