Fréttir & tilkynningar

Á myndinni má sjá viðurkenningarhafa ásamt Margréti Friðriksdóttur, forseta bæjarstjórnar og forman…

Kópurinn 2021

Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum miðvikudaginn 19. maí.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.

Hönnunarsamkeppni um Fossvogslaug

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að finna nýrri sameiginlegri sundlaug bæjarfélaganna stað um miðbik Fossvogsdals í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla. Undirritunin fór fram á mörkum sveitarfélaganna um miðbik Fossvogsdals.
Sigrún Þórarinsdóttir.

Sigrún Þórarinsdóttir nýr sviðsstjóri velferðarsviðs

Sigrún Þórarinsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogsbæjar.
Ársskýrsla menningarhúsanna.

Áskoranir og tækifæri

Aldrei hafa fleiri notið viðburða Menningarhúsanna í Kópavogi og árið 2020 þrátt fyrir að gestum hafi fækkað um 42% vegna Covid 19.
Mynd frá vinstri: Ármann Kr. Ólafsson, Marín Inga Schulin Jónsdóttir, Katrín Ýr Erlingsdóttir, Frey…

Söngkeppni með óhefðbundnu sniði

Þær Freydís Edda Reynisdóttir frá félagsmiðstöðinni Fönix, Katrín Ýr Erlingsdóttir frá félagsmiðstöðinni Ekkó og Marín Inga Schulin Jónsdóttir frá félagsmiðstöðinni Kúlunni fóru með sigur af hólmi í Söngkeppni félagsmiðstöðva í Kópavogi.
Gert er ráð fyrir íbúabyggð á Vatnsendahæð, þar sem nú eru möstur.

Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag á Vatnsendahæð

Skipulagsráð Kópavogs hefur samþykkt kynningu á skipulagslýsingu fyrir gerð nýs deiliskipulags á Vatnsendahæð.
Meðal fjölbreyttra verkefna sumarstarfsfólks 2020 var að mála tröppur við Bókasafn Kópavogs.

Sumarstörfum fjölgað

Sumarstörfum hjá Kópavogsbæ hefur verið fjölgað og opnað fyrir umsóknir í fleiri störf en áður höfðu verið auglýst.
Börn í Skólagörðum Kópavogs.

Skráning í Skólagarða Kópavogs

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Skólagarða Kópavogs. Skólagarðarnir hafa verið starfræktir í 60 ár í Kópavogi.
Bergþóra Þórhallsdóttir verkefnastjóri í upplýsingartækni í skólastarfi hjá Kópavogsbæ og Jón Gunna…

Stafræn tónlistarkennsla í Kópavogi

Kópavogsbær og nýsköpunarfyrirtækið Mussila ehf. hafa skrifað undir samning þess efnis að öll börn á öðru og þriðja ári í Kópavogsbæ fái aðgang að stafrænni tónlistarkennslu í skólaútgáfu Mussila.
Helga Guðrún Gunnarsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson við afhendingu Hvatningarverðlauna Kópavogs.

Hvatningarverðlaun Kópavogs afhent í fyrsta sinn

Ræs ehf. hlýtur hvatningarverðlaun Kópavogs 2021 en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt.