Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag á Vatnsendahæð

Gert er ráð fyrir íbúabyggð á Vatnsendahæð, þar sem nú eru möstur.
Gert er ráð fyrir íbúabyggð á Vatnsendahæð, þar sem nú eru möstur.

Skipulagsráð Kópavogs hefur samþykkt kynningu á skipulagslýsingu fyrir gerð nýs deiliskipulags á Vatnsendahæð.

Skipulagslýsingin nær yfir óbyggt svæði á Vatnsendahæð þar sem gert er ráð fyrir íbúðabyggð í tillögu að nýju Aðalskipulagi Kópavogi 2019-2040. 

Deiliskipulagssvæðið er um 29 hektarar og liggur suðaustan við fyrirhugaðan Arnarnesveg á mörkum Kórahverfis og Hvarfa í Vatnsenda.

Í skipulagslýsingunni koma meðal annars fram helstu áherslu bæjaryfirvalda við fyrirhugaða deiliskipulagsgerð, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu, fyrirhugað skipulagsferli svo og um kynningu og samráð.

Ef óskar er nánari upplýsinga um skipulagslýsingu er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar á netfangið skipulag@kopavogur.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tilllöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar umhverfissviðs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15.00 fimmtudaginn 25. maí 2021

 Skipulagsslýsing Vatnsendahæðar