Söngkeppni með óhefðbundnu sniði

Mynd frá vinstri: Ármann Kr. Ólafsson, Marín Inga Schulin Jónsdóttir, Katrín Ýr Erlingsdóttir, Frey…
Mynd frá vinstri: Ármann Kr. Ólafsson, Marín Inga Schulin Jónsdóttir, Katrín Ýr Erlingsdóttir, Freydís Edda Reynisdóttir, Unnur María Agnarsdóttir og Margrét Friðriksdóttir

Þær Freydís Edda Reynisdóttir frá félagsmiðstöðinni Fönix, Katrín Ýr Erlingsdóttir frá félagsmiðstöðinni Ekkó og Marín Inga Schulin Jónsdóttir frá félagsmiðstöðinni Kúlunni fóru með sigur af hólmi í Söngkeppni félagsmiðstöðva í Kópavogi.

Þær munu keppa fyrir hönd Kópavogs í Söngkeppni Samfés sem haldin verður í Bíóhöllinni á Akranesi sunnudaginn 9.maí.

Söngkeppni félagsmiðstöðva í Kópavogi var haldin með öðru sniði í ár í ljósi aðstæðna Covid-19. Keppnin sem er árlegur viðburður félagsmiðstöðvanna var að þessu sinni streymt í öllum félagmiðstöðvunum á meðan keppendur stóðu á svið í Salnum.  

Fulltrúar átta félagsmiðstöðva tóku þátt í keppninni sem var glæsileg, spennandi og öðruvísi en vanalega.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar og Unnur María Agnarsdóttir formaður ungmennaráðs heiðruðu svo keppendur í Salnum og óskuðu þeim góðs gengis í komandi keppni.