- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs færði Snælandsskóla gjöf og blóm af tilefni 50 ára afmælis skólans á dögunum. Heimsókn bæjarstjóra við við sama tækifæri og skólanum var veitt endurnýjuð viðurkenning UNICEF sem réttindaskóli, réttindafrístund og réttindafélagsmiðstöð.
"Það er merkur áfangi að fá viðurkenningu fyrir að vera réttindaskóli UNICEF, það er mikil vinna að baki þessari viðurkenningu sem nemendur og starfsfólk hafa tekið þátt í og við í Kópavogi erum sérlega stolt af réttindaskólunum okkar. Við erum barnvænt sveitarfélag og réttindaskólar UNICEF eru eitt af mikilvægustu verkefnum barnvæns sveitarfélags," sagði Ásdís Kristjánsdóttir við tækifærið.
Snælandsskóli tók til starfa haustið 1974. Skólinn hefur verið framsækinn frá fyrstu tíð og tekið þátt í ýmis konar nýjungum. Snælandsskóli er fyrsti skólinn í Kópavogi sem fær endurnýjaða viðurkenningu. Réttindaskóli UNICEF (e. Child Right Schools) er hugmyndafræði og hagnýtt verkefni fyrir skóla- og frístundastarf sem tekur mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálanum eins og hann er iðulega nefndur, og miðar að því að auka virðingu, vernd og framkvæmd mannréttinda. Skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem vinna verkefnið leggja sáttmálann til grundvallar í öllu starfi sínu; skipulagningu, stefnumótun og starfsháttum.