- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Þriðjudaginn 13. maí fundaði Bæjarstjórn Kópavogs með fulltrúum ungmennaráðs og grunnskólabarna bæjarins. Á fundinum voru lagðar fram tillögur Barna- og ungmennaþings en það er einn af hornsteinum barnvæns sveitarfélags, eins og Kópavogur er, að börn og ungmenni fái að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Fulltrúar grunnskólabarna mættu til fundarins með sex tillögur sem eru afrakstur skólaþinga í grunnskólum bæjarins og Barnaþings sem haldið var í mars síðastliðnum. Barnaþing vann úr tillögunum og setti í umsögn og kosningu meðal barna bæjarins. Þá kynntu fulltrúar ungmennaráðs fimm tillögur sem eru afrakstur ungmennaþings.
Meðal tillagna barnaþingmanna var að börn fái frítt í strætó, að íþróttatímum verði fjölgað og að boðið verði upp á morgunmat fyrir alla árganga í öllum skólum og ísbúð veðri opnuð á Kársnesi.
Fulltrúar ungmennaráðs lögðu til að frístundastyrkur verði hækkaður, að opnunartími félagsmiðstöðva verði lengdur, að meiri samræmi verði í einkunnagjöf í grunnskólum Kópavogs og tryggt verði að íþrótta- og tómstundafélög taki á móti fjölbreyttum hópi.
Bæjarfulltrúar brugðust við tillögunum og fögnuðu tækifærinu til að funda með börnum og ungmennum. Tillögurnar sem voru bornar fram verða settar í farveg innan sveitarfélagsins.
Tillögur Barnaþings Kópavogs 2025
Tillögur Ungmennaþings Kópavogs 2025