Breytingar á grenndargámum

Víða eru grenndargámar í Kópavogi og nú standa til breytingar á því.
Víða eru grenndargámar í Kópavogi og nú standa til breytingar á því.

Á næstu tveimur vikum má gera ráð fyrir breytingum á grenndargámastöðvum í Kópavogi. Verið er að taka upp nýtt grenndargámakerfi sem felur í sér breytingar á starfsemi flestra stöðva.

Breytingin mun fela í sér að á öllum grenndargámastöðvum verða gámar fyrir málm- og glerúrgang en pappa og plast gámar munu vera á völdum stöðvum.

Á meðan breytingin er framkvæmd gæti orðið rask á þjónustu stöðvanna þar sem það þarf að fjarlægja gámana og koma með nýja.